Fréttir

Merki Stapaskóla

Á skólaslitum var afhjúpað merki Stapaskóla en merkið var unnið út frá vinningsteikningu Gísla Stefáns í 5. bekk. Gísli Stefán teiknaði tré með nemendum í kring.
Lesa meira

Skólaslit 5. júní 2020

Skólaslit Stapaskóla fyrir skólaárið 2019 - 2020 verða föstudaginn 5. júní. Nemendur mæta í sín rými og koma svo saman á sal þar sem skólastjóri segir nokkur orð. Að lokum halda þeir til baka þar sem hrósskjöl verða lesin upp og vitnisburður afhentur.
Lesa meira

Vettvangsferð í Narfakotseylu

Í gær þriðjudag fóru nemendur í 1. bekk í vettvangsferð niður í Narfakotseylu. Tilefnið var svokallaður Umhverfisdagur sem haldin var á vegum verkefnisins, Brúum bilið, samstarf milli skólastiga. Í Narfakotseylu hittust 1. bekkir úr Stapaskóla og Akurskóla ásamt elstu börnum leikskólanna Akurs og Holts. Krakkarnir hittu því þar gamla og nýja félaga, fengu ís og var mikið fjör í nemendahópnum. Nemendur stóðu sig mjög vel og skemmtu sér konunglega.
Lesa meira

Starfsdagur - frí hjá nemendum

Á morgun miðvikudag 20. maí er starfsdagur og frí hjá nemendum. Frístundaheimilið er einnig lokað.
Lesa meira

Gjöf frá Kiwanisklúbbnum Keili.

Kiwanisklúbburinn Keilir gaf nemendum 1. bekkjar hjálma í dag. Klúbburinn gefur árlega 1. bekkjum Reykjanesbæjar hjálma til að kenna bönum mikilvægi þess að nota hjálm við hjólreiðar. Við biðjum foreldra að stilla hjálmana rétt svo þeir sitji öruggir á dýrmætum höfðum. Allir hjálmarnir eru eins og því gott ráð að merkja þá vel. Stapaskóli og nemendur 1. bekkjar þakka Kiwanisklúbbnum kærlega fyrir gjöfina og hópurinn hélt glaður heim í dag, fullur tilhlökkunar að hjóla í átt til sólar með nýja hjálma á höfði.
Lesa meira

Landsliðskona í sundi

Karen Mist stuðningsfulltrúi var með kynningu á sundferlinum sínum fyrir nemendur 5. bekkjar. Karen hefur æft sund frá 9 ára aldri og hefur unnið til margra verðlauna á ferlinum, m.a. var hún kjörin íþróttakona Reykjanesbæjar 2019 . Hún hefur synt með Íslenska landsliðinu í 6 ár og ferðast víða um heim með liðinu. Karen Mist kom og ræddi við krakkana um sundferilinn sinn, sýndi þeim myndir og muni tengda ferlinum. Frábær skemmtun sem krakkarnir höfðu gaman að.
Lesa meira

Hefðbundið skólastarf hefst að nýju

Hefðbundið skólastarf Frá og með mánudeginum 4. maí hefst hefðbundið skólastarf að nýju. Þá mæta allir nemendur og allt starfsfólk til starfa. Hefðbundin stundaskrá tekur gildi en við minnum á að úti íþróttir eru byrjaðar. Frístundaheimilið Stapaskjól verður með hefðbundu sniði. Varðandi gjöld vegna frístundaheimilis og skólamatar fer það í eðlilegt horf frá og með mánudeginum. Við viljum þakka foreldrum og nemendum fyrir gott samstarf á tímum skerts skólastarfs vegna Covid – 19. Allt skipulag og utanumhald hefur gengið mjög vel. Breyting verður gerð á skóladagatali og útfært á annan hátt en það er samtalsdagur/skertur nemendadagur 27. maí. Ákveðið hefur verið að hafa hefðbundinn skóladag í staðinn. Við hlökkum til að komast í eðlilegt skólastarf og að fá alla nemendur okkar til baka.
Lesa meira

Skóladagatal 2020 - 2021

Skóladagatal fyrir skólaárið 2020 - 2021 hefur verið samþykkt í skólaráði Stapaskóla og fræðsluráði Reykjanesbæjar.
Lesa meira

Hvatning frá Mennta- og menningarmálaráðherra

Setjum heimsmet í lestri - Vertu með í landsliðinu.
Lesa meira

Páskaleyfi

Kæru foreldrar/forráðamenn Nú er viku þrjú að ljúka frá því skert skólahald var sett á. Skólastarf hefur gengið mjög vel og börnin róleg og yfirveguð. Kennarar hafa endurskipulagt kennsluáætlanir sínar til að mæta þessu ástandi ásamt því að útbúa hugmyndabanki og heimavinnuskipulag fyrir heimilin. Á mánudaginn hefst páskaleyfi sem stendur til mánudagsins 13. apríl. Fræðsluráð Reykjanesbæjar samþykkti nú í morgun að veita öllum grunnskólum starfsdag þriðjudaginn 14. apríl. Þann dag munu starfsmenn og kennarar skipuleggja framhaldið í skertu skólahaldi, undirbúa námsmat o.s.frv. Nemendur mæta aftur í skólann í óbreytt fyrirkomulag þ.e. annan hvern dag í hóp 1 og hóp 2 miðvikudaginn 15.apríl. Hópur 1 kemur fimmtudag. Hópur 2 kemur miðviku- og föstudag.
Lesa meira