03.04.2020
Þær breytingar sem hafa orðið í okkar samfélagi vegna Covid-19 veirunnar hafa haft umtalsverð áhrif á daglegt líf barna og ungmenna. Sum börn og ungmenni eiga tiltölulega auðvelt með að takast á við þessar breytingar, á meðan þær reynast öðrum börnum og fjölskyldum erfiðar.
Lesa meira
31.03.2020
Við minnum foreldra/forráðamenn að skrá börnin sín í Stapaskóla sem eru búsett í dalshverfi ofan Urðarbrautar. Skráning fer fram í gegnum mittreykjanes.is á heimasíðu Reykjanesbæjar. Skráning er einnig hafin í frístundaheimilið.
Lesa meira
30.03.2020
Í skólanum eru fjölmörg verkefni sem nemendur fást við. Í kennslustund hjá Renötu í 3.bekk nýttu þeir sér tæknina og hugarflugið. Renata notaði myndvinnsluforritið Paint.net (https://www.getpaint.net) sem býður upp á marga möguleika í grafískri hönnun.
Fleiri myndir eru í myndasafninu.
Lesa meira
27.03.2020
Kæru foreldrar/forráðamenn,
þá er vika tvö að líða og skert skólahald heldur áfram óbreytt. Skólastarfið hefur tekið miklum breytingum á þessum tveimur vikum og eiga kennarar og starfsmenn hrós skilið fyrir að bregðast við óvanalegu ástandi með fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum. Í svona árferði skapast alltaf tækifæri á að prófa nýja hluti og ögra börnunum.
Stapaskóli leggur sig fram við að viðhalda gildunum, GLEÐI - VINÁTTA - SAMVINNA - VIRÐING á þessum tímum sem öðrum. Reynt er að halda í gleðina og gefa börnunum verkefni sem eru skemmtileg í bland við verkefni sem reyna á, vinátta barnanna skín í gegnum leik og starf og eru þau strax farin að tala um hvað þau sakna bekkjarfélaga sinna sem eru í hinum hópunum. Lykilatriði á svona tímum er samvinna allra aðila og virðing fyrir hvert öðru og ákvörðunum.
Lesa meira
23.03.2020
Vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur til í grunnskólum og þeirra áhrifa sem þær hafa haft á framkvæmd skólamáltíða hafa Reykjanesbær og Skólamatur átt gott samtal.
Ákveðið hefur verið:
að allir nemendur í grunnskólum fái einfalda máltíð á þeim dögum sem þeir eru í skólanum frá og með 23. mars og á meðan á takmörkun á skólahaldi stendur
engir reikningar verða sendir út fyrir apríl eða á meðan á takmörkuninni stendur
þeir reikningar sem foreldrar hafa greitt vegna áskrifta í mars verða endurreiknaðir frá og með 16. mars. Nánari útfærsla verður kynnt um leið og hún liggur fyrir
Það er því ekki þörf á því að segja upp áskrift hjá Skólamat vegna þessarar takmörkunar sem nú er á skólahaldi.
Lesa meira
20.03.2020
Þá er fyrsta vika liðin í nýju umhverfi og óvanalegu ástandi. Allt skipulag gekk vel og börnin einstaklega góð og yfirveguð. Þetta eru virkilega fordæmalausir tímar og allir að gera hluti í fyrsta sinn. Mig langar að hrósa börnunum fyrir að vera svo flott og tilbúin í þetta. Þau hafa notið þess að vera í litlum nemendahópum með faglegu fólki sér við hlið. Foreldrar þeirra fá einnig hrós fyrir að hafa undirbúið börnin sín vel fyrir að mæta í umhverfi sem er ólíkt því sem þau hafa vanist.
Lesa meira
20.03.2020
Jón Haukur Hafsteinsson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri með sérhæfingu á grunnskólastigi í Stapaskóla. Jón Haukur lauk B.Sc. í íþróttafræði frá Kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík árið 2009. Hann er með kennsluréttindi á grunn- og framhaldsskólastigi auk þess sem hann hefur lokið viðbótardiplómu í Stjórnun menntastofnana frá Háskóla Íslands árið 2015. Jón Haukur hefur starfað í Háaleitisskóla í Reykjanesbæ frá árinu 2009 m.a. sem íþróttakennari, forstöðumaður sérdeildar Goðheima og í þrjú ár sem aðstoðarskólastjóri.
Lesa meira
19.03.2020
Stapaskóli leitar að metnaðarfullu skólafólki til að taka þátt í uppbyggingu nýs og glæsilegs skóla á leik- og grunnskólastigi.
Lesa meira
16.03.2020
Ágætu foreldrar/forráðamenn
Nú er ljóst að skólastarf mun raskast verulega í ljósi takmarkana sem sóttvarnarlæknir hefur sett.
Meginlína í Stapaskóla verður sú að nemendum verður skipt í tvo hópa og verður hópnum kennt sitthvorn daginn.
Nemendur mæta allir í skólann á tilteknum tíma í sitt rými og geyma útifatnað þar inni. Aðal anddyri skólans verður lokað. Mikilvægt er að nemendur mæti á þeim tíma sem tilgreindur er í bréfinu frá umsjónarkennara.
Lesa meira
13.03.2020
Í ljósi fyrirmæla heilbrigðisyfirvalda sem gefin voru út fyrr í dag verður starfsdagur í grunnskólum Reykjanesbæjar mánudaginn 16. mars. Starfsdagurinn verður nýttur í að undirbúa og skipuleggja skólastarf á því tímabili sem takmörkunin nær til. Því fellur skólastarf niður og frístundaheimilið verður lokað.
Important announcement - organizational day Monday March 16th.
Due to instructions the government health organization released earlier today Monday March 16th will be an organizational day in all Reykjanesbær schools. The day will be used to prepare and organize education for the time we are under limitations. For this reason classes will be cancelled and after school daycare (Frístund) will be closed on Monday.
Ważna wiadomość
Poniedziałek 16 marca szkoła będzie zamknięta.
W świetle zarządzeń władz sanepidu wydanych wcześniej wszystkie szkoły w Reykjanesbær będą zamknięte 16 marca. Tego dnia pracownicy szkoły będą przygotowywać szkołę na najbliższe dni. Tego dnia nie ma zajęć szkolnych oraz zamknięta będzie świetlica.
Lesa meira