Fréttir

List fyrir alla

Á fimmtudaginn fengu nemendur í 1. – 4. bekk heimsókn frá listahópnum Dúó Stemma sem er hluti af List fyrir alla. Hlutverk List fyrir alla er að velja og miðla listviðburðum um allt land og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum. Að þessu sinni eru það listafólkið Herdís Anna og Steef sem sem sýna hljóðsöguna Heyrðu Villuhrafninn mig, sem segir frá Fíu frænku sem er á ferðalagi um Ísland. Hún lendir í ýmsum ævintýrum með vini sínum honum Dúdda. Dvergurinn Bokki, Villuhrafninn, Hrappur rappari og leiðindaskjóðan hún Bárðarbunga koma m.a. við sögu. Þetta er tónleikahús með fullt af áhugaverðum og skemmtilegum hljóðum, íslenskum þulum og lögum. Boðskapur sögunnar er sá að allir eiga sína eigin rödd og allir hafa sitt að segja. Við þökkum Dúó Stemmu fyrir frábæra skemmtun.
Lesa meira

Gjöf frá UMFN

Aðalstjórn UMFN og knattspyrnudeild Njarðvíkur gáfu leikskólum í Njarðvíkurhverfinu og Ásbrú nýja fótbolta að gjöf. Hugmyndin að bakvið gjöfinna er að hvetja yngstu iðkendurnar til frekari hreyfingar og að kynna fyrir þeim fótboltaíþróttina. Hér má sjá yfirþjálfara yngri flokka Njarðvíkur í knattspyrnu, Þórir Rafn Hauksson með krökkum af leikskólastigi Stapaskóla þegar hann kom og afhenti gjöfina. Börnin voru alsæl með gjöfina og þökkum við knattspyrnudeild Njarðvíkur kærlega fyrir boltana. Hér má sjá nánari upplýsingar um knattspyrnudeildina http://www.umfn.is/flokkur/fotbolti/ Áfram Njarðvík
Lesa meira

Elstu nemendur leikskólastigs fengu heimsókn frá Bunavörnum Suðurnesja í síðustu viku.

Elstu nemendur leikskólastigs fengu heimsókn frá Bunavörnum Suðurnesja í síðustu viku. Markmiðið með heimsókninni var að fræða börnin um brunavarnir. Logi og Glóð er forvarnarverkefni þar sem slökkviliðsmenn koma og spjalla við nemendur um eldvarnir á heimilinu og horft er á stutta mynd um slökkviálfana Loga og Glóð. Nemendur fá að sjá slökkviliðsmanninn í gallanum, með reykgrímu og fá að handleika stútinn á brunaslöngunni. Nemendur eru þá orðnir aðstoðarmenn slökkviliðsins og í því felst að þau far a reglulega um skólann og yfirfara brunavarnir. Nemendur fá svo viðurkenningarskjal í lok skólaárs.
Lesa meira

Aðgengi að skrifstofu lokað

Á mánudaginn 21. september til kl.11.00 á miðvikudaginn er aðgengi að skifstofunni lokað vegna framkvæmda. Ef þið þurfið að ná sambandi við skólann þá getið þið hringt í 420-1600 eða sent tölvupóst á stapaskoli@stapaskoli.is
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélagsins

Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldin fimmtudaginn 17. september kl. 20:00 í matsal bráðarbirgðarhúsnæðis Stapaskóla. Dagskrá 1. Kosning stjórnar 2. Önnur mál
Lesa meira

Skertur dagur 6. október

Kæru foreldrar Leikskólastig Stapaskóla verður lokað frá klukkan 11 þriðjudaginn 6. október vegna starfsmannafundar og sameiginlegrar vinnu með starfsfólki grunnskólastigs.
Lesa meira

Starfsdagur hjá 1. - 4. bekk

Föstudaginn 11. september er starfsdagur hjá nemendum í 1. - 4. bekk. Frístundaheimilið Stapaskjól er lokað.
Lesa meira

Skólastarf hafið við Stapaskóla

Í dag hófst fyrsti skóladagur hjá nemendum 3 ára og eldri við Stapaskóla. Skólasetning og aðlögun ásamt fullum skóladegi hjá grunnskólanemendum.
Lesa meira

Yfirlistmynd yfir skólalóðina

Hér er mynd af vinnusvæði, bílastæðum og gönguleiðum við Stapaskóla.
Lesa meira

Skólasetning við Stapaskóla

Ágætu foreldrar/forráðamenn, Skólasetning Stapaskóla mun fara fram þriðjudaginn 25. ágúst og hefðbundið skólahald hefst að lokinni móttöku nemenda. Að þessu sinni er óskað eftir því að foreldrar komi ekki til skólasetningar með börnum sínum nema hjá 1. bekk.
Lesa meira