- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Í vísinda- og tæknismiðju hjá 6 bekk hefur seinasta vika tímabilsins verið lífleg. Nemendur lærðu um efnabreytingar og efnahvörf í gegn um skemmtilegar tilraunir. Hópurinn lærði hvers vegna við söltum göturnar okkar þegar það kólnar og frystir til að sporna við hálku, en saltið lækkar frostmark vatns úr 0°C í lægri tölu. Til að sjá hvernig ís bregst við salti var kjörið að búa sér til mjólkurís. Við það að setja salt við klakann varð efnabreyting, vatnið hóf að bráðna þar sem hitastigið í kring var ekki nægilega kalt. Við þessa efnabreytingu dregur saltið og vatnið orku frá mjólkinni með þeim afleiðingum að hún frýs og út verður dýrindis mjólkurís.
Í seinasta tímanum þessa vikuna var áfram verið að skoða efnabreytingar en sjónum var beint að efnahvörfum. Hópurinn bjó því til fílatannkrem sem er afleiðing af því þegar ger blandast við vetnisperoxíð. Í blöndunni er einnig sett sápa sem bregst við efnabreytingunum og freyðir. Mikil gleði og spenna fylgir þessari tilraun sem er áhugaverð og mjög svo sýnileg.