Fréttir

Volt verkefni

Í vetur fór af stað Erasmus+ verkefni sem ber heitið VOLT og stendur fyrir Volcanoes for teachers. Verkefnið miðar að því að stuðla að nýjum námsmöguleikum fyrir nemendur á mið- og unglingastigi grunnskóla. Áhersla er á að tengja saman námsgreinar þar sem rannsóknarstarf um eldfjallafræði er rauður þráður. Í þessu verkefni koma saman skólar og fyrirtæki frá 4 mismunandi löndum: • Comune di Farnese/Riserva Naturale Selva del Lamone (frá Ítalíu) • Associazione Italiana di Vilcanologia (frá Ítalíu) • Io vivo dentro di me (frá Ítalíu) • THESIO DIMOTIKO SCHOLEIO KO (frá Grikklandi) • Quality Education in Europe for Sustainable Social Transformation, QUEST (frá Belgíu) • Stapaskóli (frá Íslandi) Stapaskóli tekur þátt í þessu verkefni og er einn þriggja skóla í Evrópu sem munu tengjast saman en hinir skólarnir eru frá Grikklandi og Ítalíu. Ásamt skólunum sem taka þátt eru 2 fyrirtæki frá Ítalíu og eitt frá Belgíu. Fyrirtæki sem koma að sjá um utanumhald á verkefninu, fræðslu á viðfangsefninu eða sem stuðningsaðili við þá gagnavinnslu sem mun eiga sér stað. Verkefnið er í nokkrum liðum en ákveðið var að tengja það við 2012 árgang nemenda. Það sem snýr að starfsmönnum er að tengiliðir fá fræðslu í eldfjallafræðum ásamt öðrum hagnýtum upplýsingum sem tengjast vinnu nemenda. Nemendur læra um eldfjöll og því sem tengist og taka á móti heimsóknum frá hópi nemenda sem koma í maí. Að lokum má nefna að farið er af stað umsóknarferli fyrir nemendur í 7. bekk sem geta óskað eftir að fara sjálfir í ferðalag til Grikklands (í mars) eða Ítalíu (í september). Alls verða 8 nemendur valdir þar sem 4 fara í hvora ferð fyrir sig. Okkur hlakkar mikið til komandi verkefnis með þessum flottu nemendum sem við eigum hér í skólanum.
Lesa meira

Fimmtudaginn 21. nóvember er starfsdagur á leik- og grunnskóla

Á fimmtudaginn 21. nóvember er starfsdagur hjá Stapaskóla. Þá er skólinn lokaður, bæði leik- og grunnskóli ásamt frístundaheimilinu.
Lesa meira

Stapavaka

Á hverju ári stokkast upp unglingastig Stapaskóla í nokkra daga og nemendur hefjast handa við að hanna, skipuleggja, setja upp og framkvæma tilraunir innan fyrir fram ákveðins þema. Nemendur setja upp skýrslu í formi plakats og taka upp kynningu sem fer svo til dómnefndar. Þetta ferli tekur nokkra daga og er yfirskriftin náttúrugreinar sem þó taka inn upplýsingatækni, íslensku, erlend tungumál, stærðfræði og samfélagsfræði. Verkefnin eru stór og krefjast þess að nemendur kafi á dýptina við að leita svara við rannsóknarspurningum sínum. Á sama tíma er þjálfun tengd gagnvirkum lestri. Öll æfingaverkefni sem þau fá fyrir þetta stóra þema eru sett upp þannig að tenging er á milli vísindalegra vinnubragða og gagnvirks lesturs. En að læra að kafa, kanna, kryfja, spyrja spurningu og miðla er bein tenging þar á milli. Á þessum tíma er nóg um að vera og skipulag því eitthvað sem skiptir miklu máli. Verkefnið sem slíkt er mikilvægt en þó sér í lagi þar sem nemendur koma að því með ólíkum hætti. Í skólastarfi án aðgreiningar skiptir máli að verkefni séu við hæfi allra. Því fá nemendur tækifæri til að sækja um í tækniteymi sem heldur utan um upptökur, skrásetningu og skipulag. Án þessara nemenda væri verkefnið ekki mögulegt. Að sama skapi fengum við heimsóknir frá vísindamönnum sem gáfu innsýn í þeirra vinnu og hvernig vísindin tengjast samfélaginu. Þau Jan frá Algalíf og Sigrún frá BIOeffect voru með frábærar kynningar sem kveiktu í nemendum og opnaði augu þeirra til allra möguleikanna sem framtíð þeirra getur gefið. Því hefur hópur nemenda og kennara unnið saman að því að setja upp og skipuleggja tökusvæði sem nemendur nýttu við sitt myndband. Þetta teymi skiptir miklu máli og þökkum við þeim fyrir sitt mikilvæga framlag. Þau halda utan um skráningar allra hópa í upptökur, hvetja aðra áfram og eru jákvæðar fyrirmyndir inn í þetta verkefni. Við lok þessa verkefnis er haldin uppskeruhátíð þar sem dómarar mæta í hús. Áður en dómararnir mæta hafa þeir farið yfir myndbönd allra. Þeir hitta svo ungu vísindamennina í eigin persónu sem kynna sitt verkefni. Að lokum tilkynna þeir um sigurvegara en veitt eru verðlaun fyrir 1.-3. sæti ásamt því að dómarar velja hópa sem hljóta hvatningaverðlaun. Dómarar okkar í ár voru þau Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, Valdís Guðmundsdóttir, verkefnastjóri í auðlindastýringu HS Orku og Heiðar Darri Hauksson, fyrrum nemandi Stapaskóla. Við gætum ekki haldið slíka uppskeruhátíð ef það væri ekki fyrir fólk sem vill gefa af tíma sínum og sinna dómgæslu ásamt þeim fyrirtækjum sem lögðu okkur lið og styrktu okkur um verðlaun. Ber að þakka þeim hér með en þau fyrirtæki sem lögðu verkefninu lið í ár eru: MMS, Landsbankinn, KFC, Ísbúðin Huppa, Stapaprent, Penninn Eymundsson, Reykjanesapótek, Skjöldur ráðgjöf, Don Donuts, Sambíóin, Keiluhöllin, Prodomo og SA design. Með þeirra aðstoð var hægt að gera vel við nemendur sem lögðu sig alla fram við að vinna í sínum verkefnum og kafa djúpt í þá þekkingu sem skipti máli í þeirra þekkingasköpun.
Lesa meira

Miðvikudaginn 20. nóvember mun leikskólastig Stapaskóla og frístundaheimilið Stapaskjól loka kl. 15:45

Miðvikudaginn 20. nóvember mun leikskólastig Stapaskóla og frístundaheimilið Stapaskjól loka kl. 15:45 vegna námskeiðs fyrir starfsfólk. Þetta námskeið er liður í áframhaldandi faglegri þróun og endurmenntun starfsfólks. Við vonum að þetta hafi ekki of mikil óþægindi í för með sér og óskum þess að þið takið mið af þessu og sækið eigi síðar en 15.45 þennan dag. Ef einhverjar spurningar vakna, endilega hafið samband við á skrifstofu skólans.
Lesa meira

Vetrarfrí

Lesa meira

Svakaleg lestrarkeppni skólanna

Í gær 16. október hófst svakaleg lestrarkeppni og stendur hún til 16. nóvember milli grunnskólanna á Reykjanesi. Að þessu sinni ætlar stapaskóli að sjálfsögðu að taka þátt. Keppninn fer þannig fram að nemendur lesa eins margar blaðsíður og þeir geta á þessu tímabili og kennari skráir niður fjöldann. Sá skóli sem vinnur þessa keppni fær verðlaun og titilinn "Langbesti lestararskólinn á Reykjanesi". Nú er því tími til að bretta fram úr ermunum og lesa eins og vindurinn næstu vikur svo stapaskóli nái sem bestum árangri
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélags Stapaskóla

Hvernig hljómar skemmtilegt bingókvöld og kaffihúsastemning? Árlega heldur foreldrafélag Stapaskóla aðalfund þar sem upplýst er um hvað er búið að vera að gera og hvað er framundan. Þessir fundir eru mikilvægir til að tengja okkur, sjá hverjir eru í stjórninni. Opna á alls konar umræður sem eru okkur hugleikin og standa saman og halda vörð um börnin okkar. Við viljum benda á að allir foreldrar eru velkomnir og viljum við sjá sem flesta mæta og sýna samstöðu og styrkja tengsl milli heimilis og skóla. Að því tilefni viljum við senda ákall til ykkar að mæta á aðalfund, bjóða ykkur fram, taka þátt! Margar hendur vinna létt verk. Við sem samfélag þurfum að standa saman þegar það kemur að því er tengist börnunum okkar, sér í lagi ef horft er á það sem á sér stað í samfélagi okkar nú síðustu misseri. Að vera í foreldrafélagi krefst ekki mikils af manni ef margir eru saman. Verkefnið er ekki tímafrekt og því fleiri sem koma að, þeim mun léttara. Aðalfundurinn okkar verður í ár sameinaður foreldrafélagi leikskólastigs og munum við eftir stuttan fund setjast saman og spila bingó með góðum vinningum. Dagskráin er miðuð að fullorðnum en við vitum að það er ekki alltaf hægt og því bjóðum við að sjálfsögðu börn velkomin í FYLGD með fullorðnum. Á sama tíma verður 10. bekkur skólans með fjáröflun og bjóða upp á kaffihúsaveitingar og sölu á kökum. Hvenær er fundur: 17. október Hvenær: Klukkan 17:30 Hvar: Grunnskólastigi Stapaskóla
Lesa meira