25.11.2020
Kæru foreldrar/forráðamenn leikskólabarna í Stapaskóla
Við viljum minna á að leikskólar Reykjanesbæjar verða lokaðir daganna 28.desember til 30.desember 2020 samkvæmt ákvörðun fræðsluráðs frá 6.desember 2019.
Foreldrar munu ekki greiða leikskólagjöld fyrir þá daga sem lokað er í leikskólanum.
Lesa meira
23.11.2020
Miðvikudaginn 25. nóvember er starfsdagur í Stapaskóla. Allir nemendur eiga frí þennan dag, bæði skólastig. Frístundaheimilið Stapaskjól er einnig lokað þennan dag.
Wednesday the 25th of November is a teachers work day in Stapaskóli. All students have a vacation this day, kindergarten and elementary school. The after school program Stapaskjól is closed this day.
Lesa meira
02.11.2020
Samkvæmt reglugerð Heilbrigðisráðherra hefst á morgun takmörkun á skólahaldi til 17. nóvember. Þær skorður sem eru settar þar fram með takmörkun á nemendafjölda hefur talsverð áhrif á okkar.
Í þennan tíma mun skólastarf fara fram á eftirfarandi hátt:
Kl.7.45 - 16.15 Leikskólastigið óbreytt. Foreldrar mæti með grímu og lágmarki tímann inni í byggingunni.
Kl.8.30 – 12.30 - Nemendur í 1. – 6. bekk í skólanum.
Kl.12.30 – 15.30 – Frístundaheimilið opið fyrir nemendur í 1. – 3. bekk.
Kl.11.00 – 12.00 – Rafræn kennsla hjá nemendum í 7. – 9. bekk.
Kl.13.30 – 16.00 – Nemendur í 7. – 9. bekk í skólanum.
Í dag munu foreldrar/forráðamenn fá tölvupóst frá umsjónarkennurum sínum þar sem farið er nánar yfir skipulagið.
Við munum að þetta er hugsað til tveggja vikna og þurfum öll að fara varlega og gæta að sóttvörnum.
Við gerum okkar besta við að halda úti hefðbundinni kennslu og þjónustu við nemendur innan þess tímaramma sem við höfum.
Lesa meira
01.11.2020
Til þess að bregðast við hertum sóttvarnarreglum stjórnvalda til varnar COVID-19 hefur eftirfarandi verið ákveðið:
Grunnskólar
Skipulagsdagur í grunnskólum mánudaginn 2. nóvember verður notaður til að skipuleggja starfið með kennurum.
Grunnskólabörn eiga því ekki að mæta í skólann mánudaginn 2. nóvember en nánari upplýsingar um skólastarfið verða sendar frá skólunum til foreldra um áframhald skólastarfsins. Skóla- og frístundastarf mun hefjast aftur með breyttu sniði þriðjudaginn 3. nóvember.
Tónlistarskólinn
Skipulagsdagur í Tónlistarskólanum mánudaginn 2. nóvember verður notaður til að skipuleggja starfið með kennurum. Tónlistarskólinn stefnir á að hefja aftur starfsemi sína með breyttu sniði þriðjudaginn 3. nóvember.
Leikskólar
Leikskólar verða ekki með skipulagsdag eins og grunn- og tónlistarskóli fyrir utan Stapaskóla þar sem þar þarf að taka tillit til sameiginlegrar starfsemi leik- og grunnskólastigins sem er í sömu byggingunni. Nánari upplýsingar um leikskólastarfið verða sendar frá skólunum til foreldra um áframhald skólastarfsins.
Lesa meira
30.10.2020
í Stapaskóla var hrekkjavökuhátíðin haldin hátíðleg í dag. Allar tvenndir voru skreyttar í morgun þegar nemendur og kennarar mættu í búningunum sínum til skóla og vinnu.
Hrekkjavaka eða Halloween er haldin ár hvert daginn og nóttina fyrir Allraheilagramessu sem tileinkuð er píslarvottum kirkjunnar. Halloween kemur upprunalega frá Skotum og Írum en þar var hátíðin kölluð samhein, Fólkið klæddist búningum og kveikti í bálköstum til þess að hræða draugana sem kæmu vegna allraheilagramessu. Þegar Skotar og Írar fluttust búferlum til Ameríku á 19. öld fluttist Halloween hátíðin með þeim, Þar þróaðist hún með tímanum í þá hrekkjavöku hátíð sem við norðurlandabúar þekkjum úr sjónvarpsþáttum og kvikmyndum í dag.
Lesa meira
27.10.2020
Nú höfum við fengið aðal anddyri afhent og þar munu nemendur í 3. - 9. bekk ganga um. Nemendur á leikskólastigi og 1. og 2. bekk ganga inn um austur inngang. Við beinum því foreldrum á hringinn við aðal anddyri til að nota sem sleppistæði.
Lesa meira
26.10.2020
Á unglingastigi eru Stapamix tímar þrisvar í viku þar sem nemendur í 7.-9. bekk vinna saman að þverfaglegum verkefnum. Undanfarnar vikur hafa þau unnið verkefnið „Tíminn og vatnið“ þar sem þau hafa fræðst um umhverfismál, unnið með orðaforða og heimildavinnu og skapandi skil af ýmsu tagi.
Verkefninu lauk föstudaginn 23. október með því að allir nemendur fóru út og plokkuðu í umhverfi Stapaskóla. Skemmst er frá því að segja að plokkið gekk frábærlega. Sólin skein á hópinn og krakkarnir voru fljótir að fylla pokana sína. Vinnusemi skein af hópnum og afraksturinn er að nágrenni skólans er snyrtilegra og nemendur meðvitaðri um umgengni sína.
Lesa meira
22.10.2020
Elstu tveir árgangarnir á leikskólastigi fara í hringekju tvisvar í viku þar sem hin ýmsu viðfangsefni eru tekin fyrir. Áhersla er á að hafa hringekjuna fjölbreytta og þannig að hún nái yfir alla grunnþætti menntunar samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla. Verkefnin eru fjölbreytt þar sem börnin fá tækifæri til að spreyta sig á ýmsum tækni nýjungum sem allir eru að læra á í sameiningu.
Osmo er kennslutlæki fyrir spjaldtölvur þar sem er hægt að vinna með form, tölur, eðlisfræði, teikningar og margt fleira. Osmo er mjög vinsælt meðal barnanna
Blue bot er forritunarleikfang í formi býflugu býflugu sem er stjórnað með tökkum á baki hennar. Börnin þufa að nota rökhugsun og nota talnafærni til að koma býflugunni á réttan stað.
Börnin hafa mikin áhuga á stærðfræði og biðja um verkefni tengd talningu. Börnin hafa verið að nýta numicon form, kubba og fleira í talningarleikjum.
Lesa meira
16.10.2020
Stapaskóla leitar að framsæknum einstaklingi í stöðu deildarstjóra á leikskólastigi. Umsóknarfrestur lýkur að miðnætti 18. október.
Lesa meira
15.10.2020
Við minnum á vetrarfrí á grunnskólastigi mánudaginn 19. október og þriðjudaginn 20. október. Kennsla hefst miðvikudaginn 21. október samkvæmt stundaskrá.
Hafið það sem allra best í fríinu og passið upp á sóttvarnir.
Lesa meira