Fréttir

Skertur dagur 6. október

Kæru foreldrar Leikskólastig Stapaskóla verður lokað frá klukkan 11 þriðjudaginn 6. október vegna starfsmannafundar og sameiginlegrar vinnu með starfsfólki grunnskólastigs.
Lesa meira

Starfsdagur hjá 1. - 4. bekk

Föstudaginn 11. september er starfsdagur hjá nemendum í 1. - 4. bekk. Frístundaheimilið Stapaskjól er lokað.
Lesa meira

Skólastarf hafið við Stapaskóla

Í dag hófst fyrsti skóladagur hjá nemendum 3 ára og eldri við Stapaskóla. Skólasetning og aðlögun ásamt fullum skóladegi hjá grunnskólanemendum.
Lesa meira

Yfirlistmynd yfir skólalóðina

Hér er mynd af vinnusvæði, bílastæðum og gönguleiðum við Stapaskóla.
Lesa meira

Skólasetning við Stapaskóla

Ágætu foreldrar/forráðamenn, Skólasetning Stapaskóla mun fara fram þriðjudaginn 25. ágúst og hefðbundið skólahald hefst að lokinni móttöku nemenda. Að þessu sinni er óskað eftir því að foreldrar komi ekki til skólasetningar með börnum sínum nema hjá 1. bekk.
Lesa meira

Sumarfrístund hefst mánudaginn 10. ágúst

Í fyrsta sinn er nú sumarfrístund í boði fyrir nemendur í 1. og 2. bekk. Skráningu lauk 1. ágúst á mitt.reykjanes.is Starfsemin hefst mánudaginn 10. ágúst. Starfsemin er frá kl.9.00 og til kl. 15.00 á virkum dögum fram að skólasetningu. Gjaldið fyrir sumarfrístund er kr.8.400 sem er eingöngu fyrir matinn sem börnin fá. Þau fá morgunmat, heitan hádegismat og síðdegishressingu. Alexía Ósk forstöðumaður frístundaheimilis Stapaskjóls mun skipuleggja og halda utan um starfið. Með henni koma námsmenn á vegum Reykjanesbæjar. Leiðarljós frístundaheimilanna er að bjóða börnum upp á þátttöku í fjölbreyttu frístunda- og tómstundastarfi án aðgreiningar með það að markmiði að efla sjálfstraust og félagsfærni þeirra í gegnum leik og starf. Tekið er á móti börnunum í bráðabirgðahúsnæði Stapaskóla (þar sem kennsla hefur farið fram sl. ár). Mikilvægt er að börnin séu klædd eftir veðri og með aukaföt með sér. Hlökkum til að sjá ykkur
Lesa meira

Frístundaheimilið opnar 10. ágúst fyrir 1. og 2. bekk

Kæru foreldrar/forráðamenn Frístundaheimili Stapaskjól opnar frá 10. ágúst fyrir tilvonandi 1. bekkinga og 2. bekk. Reykjanesbær hefur ráðið námsmenn til starfa í gegnum sumarátak stjórnvalda í hin ýmsu störf og meðal annars til þess að starfa á Frístundaheimilum. Með þessu gefst okkur tækifæri til þess að opna Frístundaheimilin í þremur skólum, Akurskóla, Háaleitisskóla og Stapaskóla frá 10. til 21. ágúst. Börnin geta því farið í nýja skólann sinn í stað þess að fara aftur á leikskólann eftir sumarfrí. Starfsemin verður frá kl. 9:00 til 15:00 á virkum dögum á tímabilinu 10. - 21. ágúst. Einungis verður innheimt gjald fyrir matinn sem börnin fá yfir daginn en þau fá morgunmat, heitan hádegismat og síðdegishressingu. Verðið fyrir hvern dag er 840 kr eða 8.400 kr fyrir tímabilið. Einungis verður hægt að skrá barn heila daga eða allt tímabilið. Starfsemin verður skipulögð í samstarfi við forstöðumann frístundaheimilisins. Leiðarljós frístundaheimilanna er að bjóða börnum upp á þátttöku í fjölbreyttu frístunda- og tómstundastarfi án aðgreiningar með það að markmiði að efla sjálfstraust og félagsfærni þeirra í gegnum leik og starf. Þar er lögð áhersla á frjálsan leik og óformlegt nám barna með virkri þátttöku í frístundastarfi þar sem hver og einn fær stuðning við hæfi. Boðið er upp á viðfangsefni jafnt inni sem úti í styðjandi umhverfi sem hæfir þörfum, þroska og styrkleika þeirra svo að þau fái notið bernsku sinnar. Skráning fer fram í gegnum MittReykjanes - Umsókn um dvöl í Frístundaheimili 10. - 21. ágúst 2020 (Akur-, Háaleitis- og Stapaskóli). Skráningu þarf að vera lokið fyrir 1. ágúst 2020 svo að við getum tryggt barninu dvöl. Vakin er athygli á því að skráning fyrir þetta tímabil (10. - 21. ágúst) tengist ekki skráningu fyrir Frístundaheimilið þegar skólastarf hefst. Sækja þarf sérstaklega um það á MittReykjanes.
Lesa meira

Dvalarsamningar fyrir leikskólastig

Góðan dag kæru foreldrar. Núna erum við komin með dvalarsamninga fyrir leikskólastigið og þurfum við að boða foreldra til okkar til að fylla þá út sem fyrst. Við verðum með opið á skrifstofunni í Stapaskóla (bráðabirgðahúsnæðið) fimmtudaginn 18. Júní og föstudaginn 19. júní milli kl. 9:00-15:00 til að taka á móti ykkur og fylla út dvalarsamninga. Nemendur fæddir 2019-2018 munu hefja aðlögun 31. ágúst og eldri nemendur hefja aðlögun á skólasetningu Stapaskóla 24.ágúst. Við bíðum spennt eftir að fá að hitta ykkur á fimmtudag eða föstudag
Lesa meira

Opnunartími skrifstofu

Skrifstofa skólans er opinn til og með föstudagsins 19. júní en þá ætlum við að fara í sumarfrí. Starfsmenn Stapaskóla óska nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars. Hlökkum til að sjá alla í haust.
Lesa meira

Skólaslit 2020

Skólaslit Stapaskóla fóru fram föstudaginn 5. júní. Í ljósi aðstæðna komu nemendur án foreldra til skólaslita. Nemendur hlustuðu á nokkur orð frá skólastjóra á sal skólans. Að lokum fóru þeir inn í rými sín þar sem kennarar lásu hrósskjöl nemenda og vitnisburður var afhentur.
Lesa meira