Fréttir

Fréttabréf Stapaskóla

Út er komið nýtt tölublað fréttabréfs Stapaskóla.
Lesa meira

Öskudagurinn í Stapaskóla

Nemendur mættu í ýmsum gervum í skólann í dag í tilefni Öskudags. Nemendur fóru á milli stöðva í ýmis verkefni. Mikið líf og fjör var hjá nemendum og ánægjan skein af þeim.
Lesa meira

Öskudagurinn

Miðvikudaginn 26. febrúar er öskudagur. Þá er skertur nemendadagur, skóli er frá kl.8.30 - 11.00. Hádegismatur er fyrir nemendur sem eru í frístundaheimilinu sem hefst kl.11.00.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í Stapaskóla, grunn- og leikskólastig skólaárið 2020-2021

Kæru foreldrar barna í Dalshverfi, Reykjanesbæ. Við viljum benda á að búið að er opna fyrir innritun nemenda frá 18 mánaða til 14 ára í Stapaskóla, bæði á grunn og leikskólastig. Innritun fer fram í gegnum mittreykjanes.is
Lesa meira

Starfsdagur og vetrarfrí 20. - 21. febrúar

Fimmtudaginn 20. febrúar er starfsdagur og þá er enginn skóli og frístundaheimilið er lokað. Föstudaginn 21. febrúar er vetrarfrí og skólinn lokaður.
Lesa meira

Tilkynning um röskun á skólahaldi

Í ljósi þess að gefin hefur verið út rauð viðvörun fyrir okkar landssvæði fellur allt skólahald í leikskólum og grunnskólum Reykjanesbæjar niður á morgun, föstudaginn 14. febrúar. Sama gildir fyrir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Lesa meira

Tónlist og hreyfing í 3. Bekk

Tónlist og hreyfing í 3. bekk er bæði fjörug og skemmtileg þar sem að við notum hljóðfæri og ýmislegt annað til að búa til takt. Okkur finnst gaman að dansa saman og þá notum við taktinn sem að við höfum skapað, hlustum á tónlist saman og hreyfum okkur jafnvel eftir Just dance. Við í 3. bekk sjáum að í gegnum hreyfingu og tónlist örvast og þroskast líkamsvitund og hreyfigeta nemenda. Með hreyfingu í skólastarfi hvetjum við nemendur til að hreyfa sig á hverjum degi og stuðla þannig að heilbrigði og velferð. Stuðlum að skemmtilegu og hvetjandi námsumhverfi með því að hafa gaman í skólanum með tónlist og hreyfingu.
Lesa meira

Samtalsdagur 30. janúar

Fimmtudaginn 30. janúar er samtalsdagur í Stapaskóla. Þá koma nemendur ásamt foreldrum til samtals við umsjónarkennara.
Lesa meira

Kvöldfundur með foreldrum

Þriðjudaginn 21. janúar kl.20.00 er foreldrum boðið á fund með stjórnendum og kennurum. Þar munum við fara yfir hvernig námsmati verður háttað í Stapaskóla.
Lesa meira

Starfsdagur 21. janúar

Starfsdagur er þriðjudaginn 21. janúar í Stapaskóla. Þá eru nemendur í fríi og frístundaheimilið Stapaskjól lokað.
Lesa meira