- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Í gegnum könnunaraðferðina læra börn með því að framkvæma (learning by doing). Forvitni og áhugi barnanna verður til að þekking myndast. Markmiðið með könnunaraðferðinni er að börnin stjórni sínu lærdómsferli, geti búið til tilgátur og leiti lausnar við vandamálum.
Könnunaraðferðin skiptist í þrjú stig. Fyrst er viðvangsefni ákveðið út frá einhverri kveikju og þekking barnanna á viðfangsefninu kannaður með hugarkorti. Á stigi tvö er þekkingarleitin sem fer fram með ýmsum hætti svo sem vettvangsferðum, í bókum og fleira. Vinnan á stigi tvö tekur mislangan tíma og miðar út frá áhuga barnanna. Viðfangsefnið getur líka breyst og spurningum fjölgað. Á þriðja stigi ákveða börnin hvernig þau vilja miðla áfram þekkingu sinni og gera endurmat. Oft er sýning á ferlinu og afrakstrinum ef einhver er. Áherslan er þó alltaf á ferlið sjálft en ekki afraksturinn.