EFI-2

EFI-2 er málþroskaskimun fyrir börn á fjórða ári. Til að meta málþroska barna þurfa viðmið að vera skýr og byggð á áreiðanlegu matstæki. EFI-2 er staðlað á Íslandi og er ætlað til notkunar í leikskólum.

Prófið er myndabók sem barnið skoðar með kennara sínum og svarar ýmsum spurningum. Svör barnsins gefa vísbendingu um hvar það er statt í málþroskaferlinu. Út frá niðurstöðum er svo gripið til mismunandi úrræða. Það getur verið nánari greining hjá talmeinafræðingi til að kortleggja stöðuna betur eða þjálfun í ákveðnum málþroskaþáttum, allt eftir því hver niðurstaðan er.