- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Stapaskóli fékk á dögunum góða gjöf frá vinum okkar í leikskólanum Tjarnarseli. Gjöfin reyndist vera bókin Útivera eftir Sabínu Steinunni Halldórsdóttur. Bókin geymir margar spennandi hugmyndir fyrir útiveru á öllum árstímum en útivera og náttúran er fjölbreytt og iðandi af lífi.
Stapaskóli þakkar Tjarnarseli innilega fyrir góða gjöf sem mun nýtast vel í leik og starfi.