Þroskaþjálfi

Starf þroskaþjálfa í grunnskólum er fjölbreytt og aðlagað að þörfum nemenda. Unnið er með nemendum frá 1. – 10. bekk sem sýna ýmis konar frávik í þroska eða hegðunarvanda.

Hlutverk þroskaþjálfa er að finna leiðir að bættri líðan og hegðun. Leiðirnar geta verið margvíslegar, í formi hefðbundis námsefnis, samtala sem byggja oftar en ekki á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og félagsfærniþjálfun er stór hluti af starfinu. Til að þjálfa þann hluta eru m.a. notaðar félagsfærnisögur sem eru einstaklingsmiðaðar, hlutverkaleikir og sýnikennsla.

Ein aðferð hentar ekki öllum og þarf að nálgast hvern og einn nemanda á hans forsendum.