Heilsueflandi skóli

Heilsueflandi skóli á vegum Embætti landlæknis er ætlað að styðja við leik- og grunnskóla í að vinna markvisst að heilsueflingu og gera hana að hluta af daglegu starfi skólans.

Stapaskóli hóf innleiðingu á heilsueflandi skóla haustið 2020. Með innleiðingu heilsueflandi skóla viljum við:

  • Stuðla að góðri heilsu og líðan nemenda og starfsfólks skólans.
  • Örva til þátttöku og ábyrgðar með virðingu fyrir lýðræðislegum vinnubrögðum og mannréttindum.
  • Að skólaumhverfið sé öruggt og hlúi að nemendum og starfsfólki skólans.
  • Flétta heilsu, heilbrigði, vellíðan og velferð saman við daglegt skólastarf.
  • Efla nemendur í námi og félagslífi og til að vera virkir þátttakendur í hvoru tveggja.
  • Efla samstarf við heimili.
  • Leitast við að gera æ betur með því að fylgjast sífellt með, meta stöðuna og endurmeta aðgerðaráætlanir.

Hér má nálgast nánar um heilsueflandi leikskóla í Stapaskóla.

Hér má nálgast nánar um heilsueflandi grunnskóla í Stapaskóla.