Fréttir

Vísinda- og tæknismiðja

Í vísinda- og tæknismiðju hjá 6 bekk hefur seinasta vika tímabilsins verið lífleg. Nemendur lærðu um efnabreytingar og efnahvörf í gegn um skemmtilegar tilraunir. Hópurinn lærði hvers vegna við söltum göturnar okkar þegar það kólnar og frystir til að sporna við hálku, en saltið lækkar frostmark vatns úr 0°C í lægri tölu. Til að sjá hvernig ís bregst við salti var kjörið að búa sér til mjólkurís. Við það að setja salt við klakann varð efnabreyting, vatnið hóf að bráðna þar sem hitastigið í kring var ekki nægilega kalt. Við þessa efnabreytingu dregur saltið og vatnið orku frá mjólkinni með þeim afleiðingum að hún frýs og út verður dýrindis mjólkurís. Í seinasta tímanum þessa vikuna var áfram verið að skoða efnabreytingar en sjónum var beint að efnahvörfum. Hópurinn bjó því til fílatannkrem sem er afleiðing af því þegar ger blandast við vetnisperoxíð. Í blöndunni er einnig sett sápa sem bregst við efnabreytingunum og freyðir. Mikil gleði og spenna fylgir þessari tilraun sem er áhugaverð og mjög svo sýnileg.
Lesa meira

Ferð unglingastigs á bókasafn Reykjanesbæjar

Um miðjan september fóru nemendur í 8.-9. bekk í heimsókn á bókasafn Reykjanesbæjar. Starfsfólk safnsins tók vel á móti 40 krökkum sem skiptu sér í nokkra hópa sem fóru í ratleik um safnið. Nemendur kynntust Dewey flokkunarkerfinu sem er notað á bókasöfnum um allan heim. Þeir skoðuð líka Harry Potter sýningu sem er opin á safninu, glugguðu í alls konar bækur og spjölluðu saman. Allir nemendur fengu strokleður í kveðjugjöf frá safninu. Krakkarnir fengu risastórt hrós frá starfsfólki og stjórnendum safnsin og kennarar fóru stoltir aftur í skólann með hópinn.
Lesa meira

Foreldrafræðsla og uppeldisnámskeið framundan

Skólaþjónustan býður uppá ýmis fræðslu- og uppeldisnámskeið sem miða að því að styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu og aðstoða börnin við að takast á við tiltekinn vanda. Ólík námskeið eru í boði og eru þau sérsniðin að ólíkum aldri og þörfum barnanna. Námskeiðin byggja á vel rannsökuðum aðferðum og allir leiðbeinendur hafa viðurkennda og löggilda fagmenntun.
Lesa meira

Stöðvavinna hjá 2. bekk

Í 2. bekk er unnið með stöðvavinnu 3 daga í viku. Stöðvarnar eru 12 og eru 2-3 nemendur á hverri stöð í 20 mínútur í senn. Á stöðvunum er unnið með það sem verið er að kenna hverju sinni í byrjendalæsi, stærðfræði og samfélagsfræðigreinum. Þá er líka hlustun, lestur, fingrafimi o.fl. Stöðvavinnan gefur frábært tækifæri til að koma til móts við ólíkar þarfir nemendanna.
Lesa meira

Ólympíuhlaup ÍSÍ 2020

Ólympíuhlaup ÍSÍ fór fram í Stapaskóla föstudaginn 18.september. Nemendur frá 4 ára og til 9.bekkjar tóku þátt í hlaupinu. Hlaupið var hringurinn í kringum skólann sem er 0,8 km. Hlaupið er keppni á milli árganga um það hvaða árgangur hleypur flesta km að meðaltali. Verðlaunaafhending fer fram í október. Mikill hugur var í nemendum árganganna um að hlaupa sem mest. Allir stóðu sig frábærlega við mikla hvatningu kennara.
Lesa meira

List fyrir alla

Á fimmtudaginn fengu nemendur í 1. – 4. bekk heimsókn frá listahópnum Dúó Stemma sem er hluti af List fyrir alla. Hlutverk List fyrir alla er að velja og miðla listviðburðum um allt land og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum. Að þessu sinni eru það listafólkið Herdís Anna og Steef sem sem sýna hljóðsöguna Heyrðu Villuhrafninn mig, sem segir frá Fíu frænku sem er á ferðalagi um Ísland. Hún lendir í ýmsum ævintýrum með vini sínum honum Dúdda. Dvergurinn Bokki, Villuhrafninn, Hrappur rappari og leiðindaskjóðan hún Bárðarbunga koma m.a. við sögu. Þetta er tónleikahús með fullt af áhugaverðum og skemmtilegum hljóðum, íslenskum þulum og lögum. Boðskapur sögunnar er sá að allir eiga sína eigin rödd og allir hafa sitt að segja. Við þökkum Dúó Stemmu fyrir frábæra skemmtun.
Lesa meira

Gjöf frá UMFN

Aðalstjórn UMFN og knattspyrnudeild Njarðvíkur gáfu leikskólum í Njarðvíkurhverfinu og Ásbrú nýja fótbolta að gjöf. Hugmyndin að bakvið gjöfinna er að hvetja yngstu iðkendurnar til frekari hreyfingar og að kynna fyrir þeim fótboltaíþróttina. Hér má sjá yfirþjálfara yngri flokka Njarðvíkur í knattspyrnu, Þórir Rafn Hauksson með krökkum af leikskólastigi Stapaskóla þegar hann kom og afhenti gjöfina. Börnin voru alsæl með gjöfina og þökkum við knattspyrnudeild Njarðvíkur kærlega fyrir boltana. Hér má sjá nánari upplýsingar um knattspyrnudeildina http://www.umfn.is/flokkur/fotbolti/ Áfram Njarðvík
Lesa meira

Elstu nemendur leikskólastigs fengu heimsókn frá Bunavörnum Suðurnesja í síðustu viku.

Elstu nemendur leikskólastigs fengu heimsókn frá Bunavörnum Suðurnesja í síðustu viku. Markmiðið með heimsókninni var að fræða börnin um brunavarnir. Logi og Glóð er forvarnarverkefni þar sem slökkviliðsmenn koma og spjalla við nemendur um eldvarnir á heimilinu og horft er á stutta mynd um slökkviálfana Loga og Glóð. Nemendur fá að sjá slökkviliðsmanninn í gallanum, með reykgrímu og fá að handleika stútinn á brunaslöngunni. Nemendur eru þá orðnir aðstoðarmenn slökkviliðsins og í því felst að þau far a reglulega um skólann og yfirfara brunavarnir. Nemendur fá svo viðurkenningarskjal í lok skólaárs.
Lesa meira

Aðgengi að skrifstofu lokað

Á mánudaginn 21. september til kl.11.00 á miðvikudaginn er aðgengi að skifstofunni lokað vegna framkvæmda. Ef þið þurfið að ná sambandi við skólann þá getið þið hringt í 420-1600 eða sent tölvupóst á stapaskoli@stapaskoli.is
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélagsins

Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldin fimmtudaginn 17. september kl. 20:00 í matsal bráðarbirgðarhúsnæðis Stapaskóla. Dagskrá 1. Kosning stjórnar 2. Önnur mál
Lesa meira