Fréttir

Tilkynning vegna skólamáltíða í grunnskólum

Vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur til í grunnskólum og þeirra áhrifa sem þær hafa haft á framkvæmd skólamáltíða hafa Reykjanesbær og Skólamatur átt gott samtal. Ákveðið hefur verið: að allir nemendur í grunnskólum fái einfalda máltíð á þeim dögum sem þeir eru í skólanum frá og með 23. mars og á meðan á takmörkun á skólahaldi stendur engir reikningar verða sendir út fyrir apríl eða á meðan á takmörkuninni stendur þeir reikningar sem foreldrar hafa greitt vegna áskrifta í mars verða endurreiknaðir frá og með 16. mars. Nánari útfærsla verður kynnt um leið og hún liggur fyrir Það er því ekki þörf á því að segja upp áskrift hjá Skólamat vegna þessarar takmörkunar sem nú er á skólahaldi.
Lesa meira

Fyrsta vikan í óvanalegu ástandi

Þá er fyrsta vika liðin í nýju umhverfi og óvanalegu ástandi. Allt skipulag gekk vel og börnin einstaklega góð og yfirveguð. Þetta eru virkilega fordæmalausir tímar og allir að gera hluti í fyrsta sinn. Mig langar að hrósa börnunum fyrir að vera svo flott og tilbúin í þetta. Þau hafa notið þess að vera í litlum nemendahópum með faglegu fólki sér við hlið. Foreldrar þeirra fá einnig hrós fyrir að hafa undirbúið börnin sín vel fyrir að mæta í umhverfi sem er ólíkt því sem þau hafa vanist.
Lesa meira

Jón Haukur Hafsteinsson ráðinn aðstoðarskólastjóri Stapaskóli

Jón Haukur Hafsteinsson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri með sérhæfingu á grunnskólastigi í Stapaskóla. Jón Haukur lauk B.Sc. í íþróttafræði frá Kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík árið 2009. Hann er með kennsluréttindi á grunn- og framhaldsskólastigi auk þess sem hann hefur lokið viðbótardiplómu í Stjórnun menntastofnana frá Háskóla Íslands árið 2015. Jón Haukur hefur starfað í Háaleitisskóla í Reykjanesbæ frá árinu 2009 m.a. sem íþróttakennari, forstöðumaður sérdeildar Goðheima og í þrjú ár sem aðstoðarskólastjóri.
Lesa meira

VILTU VERA MEÐ?

Stapaskóli leitar að metnaðarfullu skólafólki til að taka þátt í uppbyggingu nýs og glæsilegs skóla á leik- og grunnskólastigi.
Lesa meira

Skólahald í Stapaskóla

Ágætu foreldrar/forráðamenn Nú er ljóst að skólastarf mun raskast verulega í ljósi takmarkana sem sóttvarnarlæknir hefur sett. Meginlína í Stapaskóla verður sú að nemendum verður skipt í tvo hópa og verður hópnum kennt sitthvorn daginn. Nemendur mæta allir í skólann á tilteknum tíma í sitt rými og geyma útifatnað þar inni. Aðal anddyri skólans verður lokað. Mikilvægt er að nemendur mæti á þeim tíma sem tilgreindur er í bréfinu frá umsjónarkennara.
Lesa meira

Áríðandi tilkynning - Starfsdagur mánudaginn 16. mars

Í ljósi fyrirmæla heilbrigðisyfirvalda sem gefin voru út fyrr í dag verður starfsdagur í grunnskólum Reykjanesbæjar mánudaginn 16. mars. Starfsdagurinn verður nýttur í að undirbúa og skipuleggja skólastarf á því tímabili sem takmörkunin nær til. Því fellur skólastarf niður og frístundaheimilið verður lokað. Important announcement - organizational day Monday March 16th. Due to instructions the government health organization released earlier today Monday March 16th will be an organizational day in all Reykjanesbær schools. The day will be used to prepare and organize education for the time we are under limitations. For this reason classes will be cancelled and after school daycare (Frístund) will be closed on Monday. Ważna wiadomość Poniedziałek 16 marca szkoła będzie zamknięta. W świetle zarządzeń władz sanepidu wydanych wcześniej wszystkie szkoły w Reykjanesbær będą zamknięte 16 marca. Tego dnia pracownicy szkoły będą przygotowywać szkołę na najbliższe dni. Tego dnia nie ma zajęć szkolnych oraz zamknięta będzie świetlica.
Lesa meira

Námsgögn í tösku

Kæru foreldrar/forráðamenn, Staðan varðandi skólahald eftir helgina er óljós þegar þetta er skrifað. Við í Stapaskóla ákváðum að senda nemendur með námsgögn heim í dag. Þegar þetta er ritað á eftir að móta sérreglur varðandi leik- og grunnskóla, hlutirnir gerast hratt en við munum senda ykkur nánari upplýsingar og leiðbeiningar um leið og við vitum meira.
Lesa meira

Verkfalli aflýst

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá kl.8.30 í dag. Verkfalli hefur verið aflýst.
Lesa meira

Röskun á skólahaldi

Ágætu foreldrar/forráðamenn, Vegna boðaðs verkfalls aðildarfélaga BSRB mun stór hópur félagsmanna BSRB leggja niður störf mánudaginn 9. mars og þriðjudaginn 10. mars nk. Röskun á skólastarfi verður vegna þessa, þar sem stór hluti af starfsmönnum skóla aðrir en kennarar og stjórnendur leggja niður störf. Til að gæta fyllsta öryggis verður skólastarfi við Stapaskóla háttað þannig þessa daga ef til verkfalls kemur:
Lesa meira

Viðbragðsáætlun

Kæu foreldrar/forráðamenn Við leggjum nú sérstaka áherslu á hreinlæti s.s. reglulegan handþvott og notkun handspritts í skólanum okkar með það fyrir augum að fyrirbyggja smithættu. Við viljum benda ykkur á mikilvægar upplýsingar frá Embætti landlæknis um hvernig forðast eigi smit kórónuveirunnar Covid - 19 og hvað eigi að gera ef grunur vaknar um smit. Einnig er bent sérstaklega á lykil símanúmerið 1700, sem allir eiga að hringja í ef áhyggjur af smiti eru til staðar. Stjórnsýslan og heilbrigðisyfirvöld vinna nú kappsamlega gegn útbreiðslu veirunnar og viljum við leggja áherslu á að farið sé að tilmælum sóttvarnalæknis og annarra sérfræðinga hvað snertir hreinlæti, sýkingarvarnir, sóttkví og samstöðu. Hér má finna upplýsingar sem ætlaðar eru fyrir börn og ungmenni, https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item39277/Grunnupplysingar-um-koronaveiruna-fyrir-born-og-ungmenni.
Lesa meira