- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Stapasafn er nýtt bókasafn í Stapaskóla. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af bókum, borðspilum og tímaritum. Bókasafnið er opið frá kl. 08:00 – 15:00 á meðan safnið er skólasafn. Ef ykkur finnst eitthvað vanta í safnkostinn endilega látið okkur vita.
Markmiðið bókasafnsins er að nemendur geti tileinkað sér ólíka hæfni. Undirstaða þess er að nemendur geti lesið sér til gagns og þróa með sér góða lestrarkunnáttu auk þess að öðlast hæfni í upplýsingalæsi.
Lestur barna er á ábyrgð okkar allra í samfélaginu. Lestur er góð leið til þess að auka orðaforða og er ein af undirstöðum lesskilnings. Eins og aðrar íþróttir þurfa nemendur að þjálfa lestur.
Lestur er gæðastund
Bókasafnsskírteini eru gjaldfrjáls fyrir 17 ára og yngri í Reykjanesbæ.
Stapasafn kemur til með að deila húsnæði með Stapaskóla, sundlaug og íþróttamiðstöð í Innri-Njarðvíkurhverfi.
Starfsmenn safnsins ætla að eiga í samskiptum við íbúa í hverfinu. Þannig verður Stapasafn miðstöð mannlífs og menningar í hverfinu þar sem metnaður og fagmennska starfsfólks býr íbúum skapandi umhverfi, samveru og jákvæða upplifun. Rýmið er sveigjanlegt og hlutlaust, samfélagsmiðja í hverfi Innri-Njarðvíkur.
Þórey Ösp Gunnarsdóttir, bókasafnsfræðingur
Thorey.o.gunnarsdottir@reykjanesbaer.is
Unnur Ósk Wium Hörpudóttir, þjónustufulltrúi
Stapasafn – Innri-Njarðvík
v/ Dalsbraut, 260 Reykjanesbær
stapasafn@reykjanesbaer.is | s. 420-9802