Bókasafnið

Stapasafn

Velkomin á bókasafnið

Stapasafn er nýtt bókasafn í Stapaskóla. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af bókum, borðspilum og tímaritum. Bókasafnið er opið frá kl. 08:00 – 15:00 á meðan safnið er skólasafn. Ef ykkur finnst eitthvað vanta í safnkostinn endilega látið okkur vita.

Lestur er velferð

Markmiðið bókasafnsins er að nemendur geti tileinkað sér ólíka hæfni. Undirstaða þess er að nemendur geti lesið sér til gagns og þróa með sér góða lestrarkunnáttu auk þess að öðlast hæfni í upplýsingalæsi.

  1. Að nemendur geta fundið, staðsett, metið, skipulagt og notað upplýsingar og heimildir á skilvirkan hátt við að fjalla um þau málefni og viðfangsefni sem fyrir liggja hverju sinni. Að þeir læri gagnrýna hugsun í mati á upplýsingum.
  2. Að nemendu aðlagist tækiframförum í lestri á hvaða formi sem er.
  3. Upplýsingalæsi er talin forsenda þess að geta tekið fullan þátt í upplýsingaþjóðfélaginu.

Fyrir foreldra

Lestur er lykill að þekkingu

Lestur barna er á ábyrgð okkar allra í samfélaginu. Lestur er góð leið til þess að auka orðaforða og er ein af undirstöðum lesskilnings. Eins og aðrar íþróttir þurfa nemendur að þjálfa lestur.

Lestur er gæðastund

  1. Í gegnum lestur gefst tækifæri til samræðu
  2. Finnum bækur sem höfða til áhugasviðs
  3. Lesum saman & til skiptis
  4. Ræðum bækurnar
  5. Sköpum notalega samveru
  6. Verum fyrirmynd – lesum sjálf

Bókasafnsskírteini eru gjaldfrjáls fyrir 17 ára og yngri í Reykjanesbæ.

________________________

Stapasafn kemur til með að deila húsnæði með Stapaskóla, sundlaug og íþróttamiðstöð í Innri-Njarðvíkurhverfi.

Starfsmenn safnsins ætla að eiga í samskiptum við íbúa í hverfinu. Þannig verður Stapasafn miðstöð mannlífs og menningar í hverfinu þar sem metnaður og fagmennska starfsfólks býr íbúum skapandi umhverfi, samveru og jákvæða upplifun. Rýmið er sveigjanlegt og hlutlaust, samfélagsmiðja í hverfi Innri-Njarðvíkur.

Þórey Ösp Gunnarsdóttir, bókasafnsfræðingur
Thorey.o.gunnarsdottir@reykjanesbaer.is

Unnur Ósk Wium Hörpudóttir, þjónustufulltrúi

Stapasafn – Innri-Njarðvík
v/ Dalsbraut, 260 Reykjanesbær
stapasafn@reykjanesbaer.is | s. 420-9802