Fréttir & tilkynningar

26.03.2025

Heillaspor í Stapaskóla

Í Stapaskóla hefur starfsfólk grunnskólastigs unnið að innleiðingu Heillaspora í samstarfi við Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem er heildræn nálgun til að styðja við farsæla þátttöku barna í skóla- og frístundastarfi. Í janúar 2024 hófst ferðlag...
26.03.2025

Spennandi rafrænn fundur með nemendum frá Grikklandi og Ítalíu

Nemendur í 7. bekk áttu eftirminnilegan fund með jafnöldrum sínum frá Grikklandi og Ítalíu í gegnum fjarfundarbúnað í tengslum við Erasmus+ verkefnið VOLT (Volcanoes as Teachers). Þetta var sérstök stund þar sem nemendur fengu tækifæri til að kynnast hver öðrum og deila reynslu sinni þrátt fyrir landfræðilega fjarlægð. Fundurinn var hluti af stærra samstarfsverkefni þar sem nemendur frá þessum þremur löndum vinna saman að verkefnum tengdum eldfjöllum og áhrifum þeirra. Þó að aðeins fáir nemendur fái tækifæri til að ferðast á milli landa í raunverulegum heimsóknum, gaf þessi rafræna samskiptaleið fleiri nemendum kost á að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi. Nemendur nýttu tækifærið vel og spurðu fjölbreyttra spurninga um daglegt líf í hverju landi fyrir sig. Sérstakur áhugi var á veðurfari og hitastigi, enda mikill munur á milli landanna þriggja. Grískir nemendur sögðu frá hlýju Miðjarðarhafsveðri sínu, á meðan íslensku nemendurnir lýstu síbreytilegum veðrabrögðum á Íslandi. Matarmenning landanna vakti einnig mikla athygli og nemendur skiptust á upplýsingum um hefðbundinn mat í sínum heimalöndum. Þegar rætt var um afþreyingu og tómstundir kom í ljós að þrátt fyrir ólíka menningu áttu nemendur margt sameiginlegt. Íþróttir, tónlist og samvera með vinum voru vinsæl áhugamál í öllum löndunum þremur. Morgunstundin var einstaklega vel heppnuð og sköpuðust góðar umræður milli nemenda. Verkefnið sýndi glöggt hvernig tæknin getur brúað bil milli landa og menningarheima, og hvernig nemendur geta lært hver af öðrum þrátt fyrir landfræðilega fjarlægð. Þessi rafræni fundur var mikilvægur þáttur í að efla skilning nemenda á menningu annarra landa og styrkja tengsl milli þátttökuskólanna í VOLT verkefninu. Nemendur voru sammála um að þetta hefði verið lærdómsrík og skemmtileg reynsla sem þeir myndu gjarnan vilja endurtaka.
25.03.2025

Stapaskóli hlýtur viðurkenningu fyrir eTwinning verkefni mánaðarins

Í mars 2025 hlaut verkefnið okkar „Ink of Unity – Celebrating our true colors" nafnbótina eTwinning verkefni mánaðarins. Verkefnið var áhrifaríkt samstarf fjögurra skóla frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi. Verkefnið spratt upp úr heimsókn kennara okkar, Hólmfríðar Rúnar Guðmundsdóttur og Selmu Ruth Iqbal, á eTwinning ráðstefnu í Finnlandi um and-rasisma vorið 2024, en þær leyddu verkefnið hér innanhús. Á ráðstefnunni kviknaði hugmyndin að verkefni sem miðaði að því að efla sjálfsþekkingu, virðingu og skilning á fjölbreytileika meðal nemenda á aldrinum 10-16 ára. Verkefnið byggðist á þremur meginmarkmiðum: Að skoða og vinna með raunverulega húðliti fólks sem hluta af litrófi mannkynsins Að brjóta niður staðalmyndir um tengsl þjóðernis og húðlitar Að styrkja sjálfsmynd nemenda og draga fram það sem þau eiga sameiginlegt Nemendur tóku virkan þátt í fjölbreyttum verkefnum. Þeir kynntu skólana sína með myndböndum, unnu að sjálfsmyndarverkefnum, blönduðu vatnsliti til að ná nákvæmum húðlit sínum og sköpuðu listaverk og bókaljóð sem endurspegluðu sjálfsmynd þeirra. Afraksturinn var deilt á sameiginlegum Padlet-vegg þar sem nemendur gáfu hvert öðru uppbyggilega endurgjöf. Verkefnið skapaði dýrmæt samtöl um fjölbreytileika og sjálfsmynd, bæði meðal nemenda og kennara. Nemendur sýndu mikla einbeitingu og fengu aukinn skilning á því að við erum öll ólík en eigum margt sameiginlegt. Þó að sameiginleg skipulagning milli landa hafi verið krefjandi og tveir skólar hafi dregið sig út úr verkefninu, héldu fjórir skólar áfram með góðum árangri. Lokaniðurstaðan verður rafbók með öllum listaverkum og ljóðum nemenda sem verður birt opinberlega. Afrakstur verkefnisins má nú sjá á sýningu í Stapasafni. Verkefnið hefur haft jákvæð áhrif á nám, skólabrag og alþjóðlegt tengslanet Stapaskóla.
12.03.2025

Skólaþing

04.03.2025

Skólaþing

Það er alltaf líf og fjör í skólanum