Fréttir & tilkynningar

15.01.2025

Auka aðalfundur foreldrafélags

Auka aðalfundur foreldrafélags grunnskólastigs Stapaskóla verður haldinn þriðjudaginn 28. janúar kl.18.00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf ásamt fræðsluerindi um netöryggi frá Heimili og skóla. Í lokin förum við í skoðunarferð um íþróttamannvirki Stapaskóla. Við hlökkum til að sjá ykkur öll!
13.01.2025

Heimsókn frá Tomas Gatt, jarðfræðingi.

10 bekkur fékk heimsókn frá Tomas Gatt, jarðfræðingi ættuðum frá Austurríki. Tomas lærði jarðfræði að hluta hér á Íslandi og hefur verið mikill áhugamaður um steina og steinamyndun á Íslandi. Eftir að hafa komið og skoðað Stapaskóla í vettvangsferð á vegum GEO-park jarðvangsins á svæðinu nú í haust setti Tomas sig í samband við skólann og bauð fram krafta sína í formi fræðslu og áhugafyrirlesturs. Hann er að horfa til áframhaldandi náms og ákvað að prufukeyra fræðslu til ungmenna um steina, sér í lagi olifa kristalla, og fór yfir hringrás steina með 10 bekk. Í kjölfarið fengu nemendur að sjá ýmsa steina bæði frá Íslandi og annarsstaðar úr heiminum. Tomas sýndi einnig skífur með sýnum af steinum og kristöllum í smásjá sem vakti mikla lukku. Virkilega áhugaverður fyrirlestur sem nemendur sýndu mikinn áhuga.
19.12.2024

Jólaleyfi á grunn- og leikskólastig

Þá styttist í að allir nemendur og starfsfólk Stapaskóla fari í jólaleyfi. Á morgun, 20. desember, eru litlu jól á grunnskólastigi, Nemendur mæta klukkan 10 og eiga notalega stund með samnemendum og kennurum sínum sem lýkur um 11. Eftir það eru nemendur komnir í jólafrí en mæta aftur 6. janúar 2025. Á leikskólastigi er opið út morgundaginn 20. desember en þá hefst jólafrí fram til 2. janúar 2025. Ath. skrifstofa skólans er einnig lokuð fram til 6. janúar, við bendum foreldrum barna á leikskólastigi að hafa samband í beint númer leikskólastigs 420-1615 ef einhverjar upplýsingar þurfa að berast.
15.11.2024

Volt verkefni

Það er alltaf líf og fjör í skólanum