Fréttir & tilkynningar

19.12.2024

Jólaleyfi á grunn- og leikskólastig

Þá styttist í að allir nemendur og starfsfólk Stapaskóla fari í jólaleyfi. Á morgun, 20. desember, eru litlu jól á grunnskólastigi, Nemendur mæta klukkan 10 og eiga notalega stund með samnemendum og kennurum sínum sem lýkur um 11. Eftir það eru nemendur komnir í jólafrí en mæta aftur 6. janúar 2025. Á leikskólastigi er opið út morgundaginn 20. desember en þá hefst jólafrí fram til 2. janúar 2025. Ath. skrifstofa skólans er einnig lokuð fram til 6. janúar, við bendum foreldrum barna á leikskólastigi að hafa samband í beint númer leikskólastigs 420-1615 ef einhverjar upplýsingar þurfa að berast.
19.12.2024

Jólaglugginn 2024

Það er skemmtileg jólahefð hjá okkur í Stapaskóla að nemendur skreyta gluggana í tvenndinni sinni, nemendur í leikskólanum eru að sjálfsögðu með okkur í keppninni og skreyta gluggana á sinni deild. Keppt er á milli árganga og eru sigurvegarar á hverju stigi. Gluggarnir eru hverjum örðum glæsilegri og hefur verið erfitt verk fyrir dómara að velja fallegasta gluggann. Dómararnir okkar í ár voru Haraldur Axel grunnskólafulltrúi, Guðrún Gunnarsdóttir deildarstjóri í Akurskóla og Katrín Jóna deildarstjóri í Akurskóla. Það var þeirra hlutverk að ganga á milli og gefa stig fyrir sköpun, frumleika og jólaanda. Það voru nemendur í 2. bekk, 3. bekk og 10. bekk
03.12.2024

Aðventan á leikskólastigi

Í desember er margt um að vera en reynt er eftir fremsta megni að halda daglegri rútínu. Aðventusöngstundir eru alla föstudaga, börnin eru að leggja lokahönd á jólagjafir foreldra sinna, hátíðarmatur og litlu jólin þar sem jólasveinar koma í heimsókn...
15.11.2024

Volt verkefni

11.11.2024

Stapavaka

Það er alltaf líf og fjör í skólanum