Fréttir

Aðalinngangur kominn í notkun!

Nú höfum við fengið aðal anddyri afhent og þar munu nemendur í 3. - 9. bekk ganga um. Nemendur á leikskólastigi og 1. og 2. bekk ganga inn um austur inngang. Við beinum því foreldrum á hringinn við aðal anddyri til að nota sem sleppistæði.
Lesa meira

Plokkað á föstudegi

Á unglingastigi eru Stapamix tímar þrisvar í viku þar sem nemendur í 7.-9. bekk vinna saman að þverfaglegum verkefnum. Undanfarnar vikur hafa þau unnið verkefnið „Tíminn og vatnið“ þar sem þau hafa fræðst um umhverfismál, unnið með orðaforða og heimildavinnu og skapandi skil af ýmsu tagi. Verkefninu lauk föstudaginn 23. október með því að allir nemendur fóru út og plokkuðu í umhverfi Stapaskóla. Skemmst er frá því að segja að plokkið gekk frábærlega. Sólin skein á hópinn og krakkarnir voru fljótir að fylla pokana sína. Vinnusemi skein af hópnum og afraksturinn er að nágrenni skólans er snyrtilegra og nemendur meðvitaðri um umgengni sína.
Lesa meira

Hringekja á leikskólastigi

Elstu tveir árgangarnir á leikskólastigi fara í hringekju tvisvar í viku þar sem hin ýmsu viðfangsefni eru tekin fyrir. Áhersla er á að hafa hringekjuna fjölbreytta og þannig að hún nái yfir alla grunnþætti menntunar samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla. Verkefnin eru fjölbreytt þar sem börnin fá tækifæri til að spreyta sig á ýmsum tækni nýjungum sem allir eru að læra á í sameiningu. Osmo er kennslutlæki fyrir spjaldtölvur þar sem er hægt að vinna með form, tölur, eðlisfræði, teikningar og margt fleira. Osmo er mjög vinsælt meðal barnanna Blue bot er forritunarleikfang í formi býflugu býflugu sem er stjórnað með tökkum á baki hennar. Börnin þufa að nota rökhugsun og nota talnafærni til að koma býflugunni á réttan stað. Börnin hafa mikin áhuga á stærðfræði og biðja um verkefni tengd talningu. Börnin hafa verið að nýta numicon form, kubba og fleira í talningarleikjum.
Lesa meira

Erum við að leita að þér?

Stapaskóla leitar að framsæknum einstaklingi í stöðu deildarstjóra á leikskólastigi. Umsóknarfrestur lýkur að miðnætti 18. október.
Lesa meira

Vetrarfrí á grunnskólastigi

Við minnum á vetrarfrí á grunnskólastigi mánudaginn 19. október og þriðjudaginn 20. október. Kennsla hefst miðvikudaginn 21. október samkvæmt stundaskrá. Hafið það sem allra best í fríinu og passið upp á sóttvarnir.
Lesa meira

Bleikur dagur í Stapaskóla

Föstudaginn 16. október verður bleikur dagur fyrir alla nemendur og starfsmenn Stapaskóla sem og víðar í tilefni af árveknisátaki Kabbameinsfélagsins. Við viljum hvetja alla til að mæta í einhverju bleiku, sama hvað það er, bleikur bolur, peysa, buxur, sokkar, húfa, naglalakk eða hvað sem ykkur dettur i hug. Þeir sem ekki eiga eitthvað bleikt geta mætt í rauðu eða appelsínugulu.
Lesa meira

Gjöf frá Tjarnarseli

Stapaskóli fékk á dögunum góða gjöf frá vinum okkar í leikskólanum Tjarnarseli. Gjöfin reyndist vera bókin Útivera eftir Sabínu Steinunni Halldórsdóttur. Bókin geymir margar spennandi hugmyndir fyrir útiveru á öllum árstímum en útivera og náttúran er fjölbreytt og iðandi af lífi. Stapaskóli þakkar Tjarnarseli innilega fyrir góða gjöf sem mun nýtast vel í leik og starfi.
Lesa meira

Blue bot á leikskólastigi

Nemendur á Óskasteini, elstu deild leikskólastigs Stapaskóla, skoðuðu Blue bot um daginn. Þeim fannst mjög áhugavert að læra á hana. Blue bot er forritunarleikfang í formi býflugu. Býflugunni er stjórnað með tökkum á baki hennar. Börnin prufuðu að ýta á takkanna og sjá hana færa sig úr stað. Þau prufuðu einnig að láta býfluguna keyra á milli sín. Börnunum fannst vanta braut sem býflugan gæti keyrt eftir og ákváðu þau að nota einingakubba til þess. Þegar brautin var tilbúin þá skiptust þau á að stjórna býflugunni og sjá hvort hún gæti keyrt eftir brautinni.
Lesa meira

Við erum öll almannavarnir!

Ágætu foreldrar/forráðamenn, Á morgun mánudag taka í gildi takmarkanir á fjölda fólks í sama rými. Við förum því á leit við ykkur að takmarka komur ykkar inn í bygginguna. Við óskum eftir því við foreldra barna á leikskólastigi að aðeins eitt foreldri fylgi með og kennarar taka á móti börnum frammi við hurð. Engir foreldrar eru leyfðir inn í leikskólatvenndina. Ef foreldrar eiga skipulagðan fund þá má gera ráð fyrir því að hann fari fram rafrænt eða verði frestað í bili. Við erum öll almannavarnir og saman náum við bestum árangri.
Lesa meira

Allir í hús á mánudag!

Frábærar fréttir á föstudegi til nemenda og starfsfólks Stapaskóla en allir nemendur munu komast inn í sínar tvenndir á mánudaginn.Þá munum við fá matsalinn, fjölnotasalinn, tónmenntarstofuna og tónlistarstofurnar. Nemendur og starfsfólk var spennt og tilhlökkun mikil hjá öllum. Góða helgi og við hlökkum til að nota flotta skólann okkar að fullu í frábært og skemmtilegt skólastarf.
Lesa meira