Fréttir

Óbreytt skólahald til 9. desember

Kæru foreldrar/forráðamenn, í ljósi framlengingar á reglugerð ráðherra varðandi takmörkun á skólahaldi vegna Covid - 19 til 9. desember þá helst skólastarf óbreytt. Fyrirkomulagið sem verið hefur sl vikur heldur áfram. Hrós til ykkar og barnanna fyrir gott samstarf á fordæmalausum tímum. Börnin ykkar eru búin að standa sig frábærlega vel og eru þau ótrúlega dugleg að aðlagast breyttum aðstæðum. Hlýjar kveðjur, Gróa skólastjóri
Lesa meira

Verðlaunaafhending fyrir Ólympíuhlaupið

Fimmtudaginn 27.nóvember fór fram verðlaunaafhending fyrir Ólympíuhlaupið sem fór fram í haust. Nemendurnir náðu að hlaupa hringinn í kringum Ísland eða 1327 km Á yngsta stigi stóð 4.bekkur uppi sem sigurvegari, 7.bekkur á miðstigi og 8.bekkur á unglingastigi Viðurkenningarskjöl voru veitt til þeirra nemenda sem hlupu 10km (12-14 hringir) og 12 km+ (15+ hringi).
Lesa meira

Verðlaunaafhending fyrir Ólympíuhlaupið

Fimmtudaginn 27.nóvember fór fram verðlaunaafhending fyrir Ólympíuhlaupið sem fór fram í haust. Nemendurnir náðu að hlaupa hringinn í kringum Ísland eða 1327 km
Lesa meira

Stafræn hringekja

Börnin á Óskasteini fóru í stafræna hringekju þar sem að unnið var með stærðfræði og tækni smásjá. Boðið var upp á fjögur svæði. Notast var við Osmo og Blue bot fyrir stærðfræði verkefnin og með tækni smásjánni skoðuð börnin meðal annars ryk og appelsínu.
Lesa meira

Austurinngangur lokaður vegna veðurs

Í dag, 26. nóvember, verður inngangi skólans til austur, við leikskólatvennd lokað vegna veðurs. Við óskum því eftir því að foreldrar og aðrir sem þurfa að koma í skólann gangi inn í hann um aðalinngang skólans til vesturs.
Lesa meira

Lokun milli jóla- og nýárs á leikskólastigi

Kæru foreldrar/forráðamenn leikskólabarna í Stapaskóla Við viljum minna á að leikskólar Reykjanesbæjar verða lokaðir daganna 28.desember til 30.desember 2020 samkvæmt ákvörðun fræðsluráðs frá 6.desember 2019. Foreldrar munu ekki greiða leikskólagjöld fyrir þá daga sem lokað er í leikskólanum.
Lesa meira

Starfsdagur í Stapaskóla / Teachers work day in Stapaskóli

Miðvikudaginn 25. nóvember er starfsdagur í Stapaskóla. Allir nemendur eiga frí þennan dag, bæði skólastig. Frístundaheimilið Stapaskjól er einnig lokað þennan dag. Wednesday the 25th of November is a teachers work day in Stapaskóli. All students have a vacation this day, kindergarten and elementary school. The after school program Stapaskjól is closed this day.
Lesa meira

Takmörkun á skólastarfi 3. - 17. nóvember

Samkvæmt reglugerð Heilbrigðisráðherra hefst á morgun takmörkun á skólahaldi til 17. nóvember. Þær skorður sem eru settar þar fram með takmörkun á nemendafjölda hefur talsverð áhrif á okkar. Í þennan tíma mun skólastarf fara fram á eftirfarandi hátt: Kl.7.45 - 16.15 Leikskólastigið óbreytt. Foreldrar mæti með grímu og lágmarki tímann inni í byggingunni. Kl.8.30 – 12.30 - Nemendur í 1. – 6. bekk í skólanum. Kl.12.30 – 15.30 – Frístundaheimilið opið fyrir nemendur í 1. – 3. bekk. Kl.11.00 – 12.00 – Rafræn kennsla hjá nemendum í 7. – 9. bekk. Kl.13.30 – 16.00 – Nemendur í 7. – 9. bekk í skólanum. Í dag munu foreldrar/forráðamenn fá tölvupóst frá umsjónarkennurum sínum þar sem farið er nánar yfir skipulagið. Við munum að þetta er hugsað til tveggja vikna og þurfum öll að fara varlega og gæta að sóttvörnum. Við gerum okkar besta við að halda úti hefðbundinni kennslu og þjónustu við nemendur innan þess tímaramma sem við höfum.
Lesa meira

Tilkynning vegna leik-, grunn- og tónlistarskóla

Til þess að bregðast við hertum sóttvarnarreglum stjórnvalda til varnar COVID-19 hefur eftirfarandi verið ákveðið: Grunnskólar Skipulagsdagur í grunnskólum mánudaginn 2. nóvember verður notaður til að skipuleggja starfið með kennurum. Grunnskólabörn eiga því ekki að mæta í skólann mánudaginn 2. nóvember en nánari upplýsingar um skólastarfið verða sendar frá skólunum til foreldra um áframhald skólastarfsins. Skóla- og frístundastarf mun hefjast aftur með breyttu sniði þriðjudaginn 3. nóvember. Tónlistarskólinn Skipulagsdagur í Tónlistarskólanum mánudaginn 2. nóvember verður notaður til að skipuleggja starfið með kennurum. Tónlistarskólinn stefnir á að hefja aftur starfsemi sína með breyttu sniði þriðjudaginn 3. nóvember. Leikskólar Leikskólar verða ekki með skipulagsdag eins og grunn- og tónlistarskóli fyrir utan Stapaskóla þar sem þar þarf að taka tillit til sameiginlegrar starfsemi leik- og grunnskólastigins sem er í sömu byggingunni. Nánari upplýsingar um leikskólastarfið verða sendar frá skólunum til foreldra um áframhald skólastarfsins.
Lesa meira

Hrekkjavaka

í Stapaskóla var hrekkjavökuhátíðin haldin hátíðleg í dag. Allar tvenndir voru skreyttar í morgun þegar nemendur og kennarar mættu í búningunum sínum til skóla og vinnu. Hrekkjavaka eða Halloween er haldin ár hvert daginn og nóttina fyrir Allraheilagramessu sem tileinkuð er píslarvottum kirkjunnar. Halloween kemur upprunalega frá Skotum og Írum en þar var hátíðin kölluð samhein, Fólkið klæddist búningum og kveikti í bálköstum til þess að hræða draugana sem kæmu vegna allraheilagramessu. Þegar Skotar og Írar fluttust búferlum til Ameríku á 19. öld fluttist Halloween hátíðin með þeim, Þar þróaðist hún með tímanum í þá hrekkjavöku hátíð sem við norðurlandabúar þekkjum úr sjónvarpsþáttum og kvikmyndum í dag.
Lesa meira