04.03.2021
Nú stöndum aftur á óvissutímum, í þetta skiptið tengist óvissan jarðhræringum hér á Reykjanesskaganum. Á síðasta ári tóku sálfræðingar skólaþjónustu saman efni undir yfirskriftinni Að takast á við óvissutíma, með það að markmiði að veita foreldrum almenn en hagnýt ráð til að styðja við börnin sín á óvissutímum. Óvissan þá tengist heimsfaraldri Covid-19. Efnið á ekki síður við í dag, við höfum því aðlagað efnið lítillega með tilliti til jarðhræringa.
Lesa meira
02.03.2021
Ungmennafélögin UMFN og Keflavík bjóða í sameiningu upp á námskeið í knattspyrnu og körfubolta.
Æfingarnar eru ætlaðar börnum á aldrinum 6-13 ára með mismunandi stuðningsþarfir.
Æfingarnar fara fram í íþróttasalanum við Akurskóla á sunnudögum kl. 14:00 til 14:50.
Æfingarnar verða fjölbreyttar og skemmtilegar og öllum börnum mætt á þeirra forsendum.
Námskeiðið hefst 28. febrúar og lýkur 25. apríl.
Gjald fyrir hvern iðkanda er 20.000 kr
Skráning er hafin á keflavik.felog.is og umfn.felog.is
Lesa meira
22.02.2021
Í dag kom Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur með gjöf til Stapaskóla. Bryndís færði okkur námsefnið Lærum og leikum með hljóðin ásamt aukaefni. Efnið byggir á fagþekkingu talmeinafræðinnar, rannsóknum og reynslu af því að vinna með börnum, foreldrum og fagfólki skóla. Efnið styður með ýmsu móti við læsi og hljóðnám og leggur grunn að lestrarnáminu. Í gjafaöskjunni er ýmislegt efni sem kennir framburð hljóða, styrkir hljóðavitund og þekkingu á bókstöfum, þjálfar hljóðkerfisþætti og eykur orðaforða og hugtakaskilning.
Við þökkum Bryndísi kærlega fyrir gjöfina og hlökkum til að vinna með nemendur okkar að auknum málþroska. Við gjöfinni tók Elsa Pálsdóttir sérkennslustjóri á leikskólastigi ásamt nemanda.
Lesa meira
18.02.2021
Öskudagurinn var haldinn hátíðarlegur í Stapaskóla á miðvikudaginn var. Nemendur og starfsfólk mættu í búningum og gerðu sér glaðan dag þar sem árgangar og stigin skelltu í uppbrot og stöðvavinnu. Nemendur á leikskólastigi slógu köttinn úr tunninni og fengu snakk í skálar.
Alls staðar voru brosandi andlit og gleðin alls ráðandi.
Lesa meira
16.02.2021
Á fimmtudaginn 18. febrúar er starfsdagur í skólanum á báðum skólastigum og skólinn því lokaður.
Á föstudaginn 19. febrúar er vetrarleyfi á báðum skólastigum og skólinn því lokaður.
Við hvetjum fjölskyldur að gera sér dagamun og njóta samverunnar í vetrarfrí okkar.
Lesa meira
16.02.2021
Innritun er hafin fyrir börn sem eiga að fara í 1. bekk grunnskóla í Reykjanesbæ haustið 2021. Gert ráð fyrir því að foreldrar séu búnir að skrá börn sín fyrir 1. mars.
Í Reykjanesbæ sækja nemendur grunnskóla samkvæmt skólahverfum. Foreldrar sækja um skólavist fyrir börn sín á íbúavefnum Mitt Reykjanes.
Hér má skoða frekari upplýsingar um grunnskóla Reykjanesbæjar
Lesa meira
16.02.2021
Í dag var haldinn fyrsti viðburður á sal Stapaskóla og fyrsta upplestrarkeppnin. Nemendur úr 7. bekk eru búnir að æfa upplestur frá Degi íslenskrar tungu 16. nóvember sl. Í síðustu viku fór fram bekkjarkeppni þar sem allir nemendur í 7. bekk sem kjósa taka þátt í. Þeir lesa texta úr sögu og ljóð að eigin vali.
Úr þeim hópi voru valdir sjö nemendur sem kepptu í dag í skólakeppni Stapaskóla. Þeir eru: Alma Rún, Guðmundur Atli, Júlíana, Katrín Alda, Kolbrún Dís, Viktor Breki og Viktoría.
Það eru þær Katrín Alda og Júlíana sem fara fyrir hönd Stapaskóla og Kolbrún Dís sem verður til vara. Við óskum þeim til hamingju með upplesturinn og þátttendum fyrir frábæra frammistöðu.
Dómarar í ár voru Brynhildur Sigurðardóttir kennari, Guðný Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri Njarðvíkurskóla og Haraldur A. Einarsson grunnskólafulltrúi Reykjanesbæjar. Við þökkum þeim kærlega fyrir góð störf.
Lesa meira
16.02.2021
Ef þú átt barn á aldrinum 6 - 15 ára getur það átt rétt á sérstökum frístundarstyrk að upphæð kr.45.000
Lesa meira
08.02.2021
Miðvikudaginn 3. febrúar var haldinn stofnfundur foreldrafélag leikskólastigs. Helgi Arnarson fræðslustjóri var með erindi um sögu Stapaskóla og hversu mikilvægt foreldrasamstarf er í skólastarfi. Foreldrar fengu tækifæri á að spyrja út í skólastarfið og hagnýt atriði ásamt því að koma áhyggjum sínum um leikskólapláss til Helga og Ingibjargar leikskólafulltrúa.
Lesa meira
08.02.2021
Heimsókn og spjall við skólastjóra fór fram í öllum árgöngum á grunnskólastigi og elsta árgangs leikskólastigs sl vikur. Tilgangur með heimsókninni var að heyra þeirra hugmyndir og ábendingar um skólastarf. Einnig gafst nemendum færi á að spyrja að því sem þeim langaði til.
Samtölin voru mjög góð, nemendur til fyrirmyndar og vel undirbúnir af kennurum sínum. Skólastjóri spurði einnig út í nokkur atriði er viðkemur skólastarfinu.
Helstu spurningar nemenda voru:
hvenær kemur sundlaug og íþróttahús?
hvað ertu með í laun?
hvenær er dótadagur?
getum við fengið nöfn eða lása á munaskápa?
getum við fengið billiard borð?
getum við fengið ruslatunnu á leikskólalóð?
borgaðir þú skólann sjálf?
hvað kostaði skólinn?
áttu hund eða kött?
Mjög skemmtilegar spurningar og spjall sem skapaðist í kringum þær. Þetta er aðeins sýnishorn af þeim fjölmörgu spurningum sem komu.
Skólastjóri spurði nemendur út í húsgögnin og upphaf skóladagsins.
flest allir nemendur eru mjög ánægðir með að geta valið sér vinnuumhverfi við hæfi. Þeir segjast velja sér aðstöðu við hæfi eftir verkefnum.
allir nemendur eru sáttir við að skóladagurinn þeirra á grunnskólastigi hefjist kl.8. 30 þó svo sumir vildu byrja enn seinna
Við stefnum að því að gera þetta árlega og vonandi tvisvar yfir skólaárið til að taka stöðuna hjá nemendum og að eiga samtal um skólastarf því nemendur hafa ýmislegt fram að færa.
Lesa meira