- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Uppeldi til ábyrgðar eða uppbyggingarstefnan byggist á hugmyndafræði Diane Gossen frá Kanada. Stefnan gengur út á að byggja upp sterka sjálfsmynd barna með því að börnin læri að uppfylla þarfir sínar án þess að brjóta á öðrum. Uppbyggingastefnan telur að öll höfum við fimm grunnþarfir og til þess að okkur líði vel þurfum við að uppfylla þær. Börnin læra einnig að það sé í lagi að gera mistök og hvernig við getum bætt fyrir þau.
Uppbyggingarstefnan þjálfar börnin í að vera það sem þau vilja vera en ekki bara að geðjast öðrum. Meginmarkmiðið með henni er að kenna börnum og unglingum sjálfsstjórn og sjálfsaga, taka ábyrgð á eigin orðum og gerðum og læra af mistökum í samskiptum.
Uppeldi til ábyrgðar er aðferð og leið til að ýta undir:
Samkvæmt Uppbyggingarstefnunni hafa allir þörf fyrir:
Grunnþarfirnar fimm
Það er í lagi að gera mistök og öllum verður á. Það sem skiptir máli er að læra af mistökum sínum og bæta fyrir þau. Þegar börnum verður á er mikilvægt að hinir fullorðnu bregðist rétt við. Það ber lítinn árangur að rífast og skammast við börnin. Það sem ber að forðast eru vonlausu viðbrögðin fimm: afsakanir, ásakanir, skammir, tuð og uppgjöf. Það sem skiptir mestu máli er hvað barnið ætlar að gera næst og hvernig sé hægt að leysa málið.