- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Um miðjan september fóru nemendur í 8.-9. bekk í heimsókn á bókasafn Reykjanesbæjar. Starfsfólk safnsins tók vel á móti 40 krökkum sem skiptu sér í nokkra hópa sem fóru í ratleik um safnið. Nemendur kynntust Dewey flokkunarkerfinu sem er notað á bókasöfnum um allan heim. Þeir skoðuð líka Harry Potter sýningu sem er opin á safninu, glugguðu í alls konar bækur og spjölluðu saman. Allir nemendur fengu strokleður í kveðjugjöf frá safninu. Krakkarnir fengu risastórt hrós frá starfsfólki og stjórnendum safnsin og kennarar fóru stoltir aftur í skólann með hópinn.
Hægt er að sjá fleirri myndir af ferðinni hér.