- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Ágætu foreldrar/forráðamenn,
Á morgun mánudag taka í gildi takmarkanir á fjölda fólks í sama rými. Við förum því á leit við ykkur að takmarka komur ykkar inn í bygginguna. Við óskum eftir því við foreldra barna á leikskólastigi að aðeins eitt foreldri fylgi með og kennarar taka á móti börnum frammi við hurð. Engir foreldrar eru leyfðir inn í leikskólatvenndina.
Ef foreldrar eiga skipulagðan fund þá má gera ráð fyrir því að hann fari fram rafrænt eða verði frestað í bili.
Við erum öll almannavarnir og saman náum við bestum árangri.
Hlýjar kveðjur,
Gróa skólastjóri