Fréttir

Námsgögn í tösku

Kæru foreldrar/forráðamenn, Staðan varðandi skólahald eftir helgina er óljós þegar þetta er skrifað. Við í Stapaskóla ákváðum að senda nemendur með námsgögn heim í dag. Þegar þetta er ritað á eftir að móta sérreglur varðandi leik- og grunnskóla, hlutirnir gerast hratt en við munum senda ykkur nánari upplýsingar og leiðbeiningar um leið og við vitum meira.
Lesa meira

Verkfalli aflýst

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá kl.8.30 í dag. Verkfalli hefur verið aflýst.
Lesa meira

Röskun á skólahaldi

Ágætu foreldrar/forráðamenn, Vegna boðaðs verkfalls aðildarfélaga BSRB mun stór hópur félagsmanna BSRB leggja niður störf mánudaginn 9. mars og þriðjudaginn 10. mars nk. Röskun á skólastarfi verður vegna þessa, þar sem stór hluti af starfsmönnum skóla aðrir en kennarar og stjórnendur leggja niður störf. Til að gæta fyllsta öryggis verður skólastarfi við Stapaskóla háttað þannig þessa daga ef til verkfalls kemur:
Lesa meira

Viðbragðsáætlun

Kæu foreldrar/forráðamenn Við leggjum nú sérstaka áherslu á hreinlæti s.s. reglulegan handþvott og notkun handspritts í skólanum okkar með það fyrir augum að fyrirbyggja smithættu. Við viljum benda ykkur á mikilvægar upplýsingar frá Embætti landlæknis um hvernig forðast eigi smit kórónuveirunnar Covid - 19 og hvað eigi að gera ef grunur vaknar um smit. Einnig er bent sérstaklega á lykil símanúmerið 1700, sem allir eiga að hringja í ef áhyggjur af smiti eru til staðar. Stjórnsýslan og heilbrigðisyfirvöld vinna nú kappsamlega gegn útbreiðslu veirunnar og viljum við leggja áherslu á að farið sé að tilmælum sóttvarnalæknis og annarra sérfræðinga hvað snertir hreinlæti, sýkingarvarnir, sóttkví og samstöðu. Hér má finna upplýsingar sem ætlaðar eru fyrir börn og ungmenni, https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item39277/Grunnupplysingar-um-koronaveiruna-fyrir-born-og-ungmenni.
Lesa meira

Fréttabréf Stapaskóla

Út er komið nýtt tölublað fréttabréfs Stapaskóla.
Lesa meira

Öskudagurinn í Stapaskóla

Nemendur mættu í ýmsum gervum í skólann í dag í tilefni Öskudags. Nemendur fóru á milli stöðva í ýmis verkefni. Mikið líf og fjör var hjá nemendum og ánægjan skein af þeim.
Lesa meira

Öskudagurinn

Miðvikudaginn 26. febrúar er öskudagur. Þá er skertur nemendadagur, skóli er frá kl.8.30 - 11.00. Hádegismatur er fyrir nemendur sem eru í frístundaheimilinu sem hefst kl.11.00.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í Stapaskóla, grunn- og leikskólastig skólaárið 2020-2021

Kæru foreldrar barna í Dalshverfi, Reykjanesbæ. Við viljum benda á að búið að er opna fyrir innritun nemenda frá 18 mánaða til 14 ára í Stapaskóla, bæði á grunn og leikskólastig. Innritun fer fram í gegnum mittreykjanes.is
Lesa meira

Starfsdagur og vetrarfrí 20. - 21. febrúar

Fimmtudaginn 20. febrúar er starfsdagur og þá er enginn skóli og frístundaheimilið er lokað. Föstudaginn 21. febrúar er vetrarfrí og skólinn lokaður.
Lesa meira

Tilkynning um röskun á skólahaldi

Í ljósi þess að gefin hefur verið út rauð viðvörun fyrir okkar landssvæði fellur allt skólahald í leikskólum og grunnskólum Reykjanesbæjar niður á morgun, föstudaginn 14. febrúar. Sama gildir fyrir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Lesa meira