Fréttir

Skólastarf frá 5. janúar

Á morgun tekur gildi ný reglugerð vegna takmörkunar á skólastarfi. Fjöldatakmarkanir vegna nemendafjölda gera okkur erfitt fyrir sökum þess að tvenndirnar eru byggðar fyrir tvo árganga og nemendafjöldi þar vel yfir takmörkunum. Við höfum fundið lausn á því og getum því tekið við öllum nemendahópum á grunnskólastigi í hefðbundið skólastarf. Við gerum ákveðnar breytingar í list - og verkgreinum til að fá rými fyrir alla. Við þökkum starfsmönnum fyrir umburðarlyndi og endalausan sveigjanleika með vellíðan nemenda að leiðarljósi að þetta tókst. Valgreinar hjá nemendum í 7. - 9. bekk hefjast á mánudaginn. Við hlökkum til að sjá nemendur okkar og geta þeir allir mætt eftir stundatöflu á morgun.
Lesa meira

Starfsdagur á grunnskólastigi

Mánudaginn 4. janúar er starfsdagur hjá grunnskólastigi í Stapaskóla. Það er því enginn skóli hjá nemendum og frístundaheimilið er lokað. Við sjáumst hress og kát þriðjudaginn 5. janúar. Monday January 4th is a teachers work day at the primary school level in Stapaskóli. Therefore there is no school for students and the leisure center is closed. See you on Tuesday the 5th of January.
Lesa meira

Aðventan í Stapaskóla

Í desember hafa nemendur gert ýmislegt til eftirbreytni þó svo að hann sé búinn að vera öðruvísi en áður. Nemendur hafa verið að skreyta skólann, búa til jólakort, skreytt jólagluggana í tvenndum, búið til og skreytt jólatré í aðventugarðinum, borðað saman hátíðarmat, sýnt hvort öðru skemmtiatriði á jólaskemmtun á rafrænan hátt og átt gleðilega stund á litlu jólunum.
Lesa meira

Litlu jólin og jólaleyfi

Á föstudaginn 18. desember eru litlu jólin hjá nemendum á grunnskólastigi. Nemendur í 1. - 6. bekk mæta til kennara kl.11.00 - 12.00. Nemendur í 7. - 9. bekk mæta til kennara kl.13.00 - 14.00. Þegar þeim lýkur hefst jólaleyfi hjá 1. - 9. bekk og mæting eftir jólaleyfi er þriðjudaginn 5. janúar. Jólaleyfi á leikskólastigi hefst 24. desember og mæta nemendur eftir jólaleyfi mánudaginn 4. janúar. Þeir mæta í Stapahöllina, bráðabirgðahúsnæði. Starfsfólk óskar fjölskyldum gleðilegrar hátíðar og heillaríks nýs árs. Með þökkum fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða. Hátíðarkveðjur Starfsfólk Stapaskóla
Lesa meira

Jólaglugginn

Þrátt fyrir skrýtna tíma og skert skóalstarf á unglingastigi þá höldum við í jólaandann og gerum okkur glaðan dag í skólanum. Stapaskóli er að skapa ýmsar hefðir og venjur eins og nýjum skóla sæmir. Ein af þessum hefðum er gluggaskreytingarkeppni sem verður árlegur viðburður hjá okkur. Í ár er keppnin með svolítið óhefðbundnu sniði vegna faraldursins en við ákváðum að láta það ekki stöðva okkur. Hver árgangur er því búin að skreyta gluggana sem snúa út á gangana í nýbyggingunni og nemendur í bráðabirgðarhúsnæði gerður fallegar skuggamyndir sem snúa út á leikvöll og bílastæði.
Lesa meira

Skólastarf fram að jólafríi

Ágætu foreldrar/forráðamenn Í ljósi nýrrar reglugerðar þar sem enn eru takmarkanir um fjölda og blöndun hópa í skólastarfi verður óbreytt skipulag fram að jólafríi. Grímuskylda og fjarlægðartakmarkanir eiga þó ekki lengur við hjá nemendum í 8. - 9. bekk.
Lesa meira

Kristín Helga spjallar við nemendur í 9.bekk

Síðustu vikur hefur 9. bekkur verið að lesa bókina „Vertu ósýnilegur“ eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Miðvikudaginn 2. desember mætti svo höfundurinn á Teams fund með bekknum og nemendur fengu að leggja fyrir hana spurningar um bókina og starf hennar sem rithöfundur. Bekkurinn átti klukkustundarlangan fjarfund með Kristínu Helgu og lögðu fyrir hana alls konar spurningar.
Lesa meira

Leikskólastig Stapaskóla

Leikskólastig Stapaskóla verður lokað vegna sumarleyfa 6. júlí - 6. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Stapaskóli's preschool level will be closed due to summer vacation from July 5th - August 6th, both days included.
Lesa meira

Ferð í aðventugarðinn

Börnin á Óskasteini fóru í langferð í strætó í dag. Förinni var heitið í skrúðgarðinn í Keflavík þar sem aðventugarðurinn mun opna um helgina. Allir leikskólar í Reykjanesbæ fengu úthlutað svæði sem þeir sjá um að skreyta. Börnin hafa verið að vinna að skrauti og skilti með nafni skólans síðustu daga og vikur. Aðventugarðurinn er nýtt verkefni sem ætlað er að vekja upp skemmtilega jólastemmningu. Ráðhústorg og hluti skrúðgarðsins verða skreytt og boðið upp á óvæntar uppákomur til að gleðja gesti og gangandi. Þar verða einnig sölukofar þar sem íbúar og aðrir geta selt varning tengdan jólum. Aðventugarðurinn verður opinn alla laugardaga í desember og á Þorláksmessu.
Lesa meira