- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Miðvikudaginn 3. mars fór lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Reykjanesbæ fram í Bergi, Hljómahöll í 24. sinn.
Stóra upplestrarkeppnin heldur upp á 25 ára afmæli sitt núna í ár og má því segja að keppnin sé fyrir löngu orðin hluti af skólastarfi hvers skóla. Það eru nemendur í 7. bekk úr grunnskólum Reykjanesbæjar sem taka þátt í keppninni ár hvert. Fjórtán keppendur tóku því þátt að þessu sinni, tveir frá hverjum skóla.
Áður hafði verið haldin skólakeppni hér í Stapaskóli þar sem tveir fulltrúar voru valdir til að taka þátt í lokakeppninni. Sigurvegarar í stóru upplestrarkeppninni frá fyrra ári þau Alexander Freyr Sigvaldason, nemandi Stapaskóla, og Thelma Helgadóttir kynntu skáld hátíðarinnar þau Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og Kristján frá Djúpalæk.
Fyrir hönd Stapaskóli tóku þátt Katrín Alda Ingadóttir og Júlíana Benediktsdóttir, varamaður þeirra var Kolbrún Dís Snorradóttir. Þær stóðu sig frábærlega og sýndu hversu mikið þau hafa lagt sig fram síðustu vikur og mánuði undir handleiðslu umsjónarkennara sinna. Sigurvegari keppninnar var Guðný Kristín Þrastardóttur úr Myllubakkaskóla, í öðru sæti var Kristín Björk Guðjónsdóttir úr Njarðvíkurskóla og í þriðja sæti var Rúna María Fjelsted úr Holtaskóla.