07.05.2021
Föstudaginn 7.maí tók Skólahreystilið Stapaskóla loka æfingu fyrir keppnina sem fer fram miðvikudaginn 12.maí.
Nemendur á grunnskólastigi fjölmenntu á hreystivöllinn og voru að hvetja keppnisliðið áfram.
Skólahreystilið Stapaskóla er skipað nemendum úr 8. og 9.bekk og er eftirfarandi:
Upphífur og dýfur: Gunnar Ragnarsson (9.bekkur)
Armbeygjur og hanga: Una Rós Gísladóttir (8.bekkur)
Hraðaþraut: Þórdís Eik Adolfsdóttir (8.bekkur) og Leonard Ben Evertsson (8.bekkur)
Varamenn: Íris Arna Ragnarsdóttir (8.bekkur) og Abdallah Rúnar Awal (8.bekkur).
Hvetjum alla til þess að fylgjast með beinni útsendingu á RÚV miðvikudaginn 12.maí klukkan 20:00
Lesa meira
07.05.2021
Árshátíð Stapaskóla fóru allar þrjár fram á sal skólans miðvikudaginn 14. apríl.
Hátíðin heppnaðist í alla staði afar vel og gleði ríkti hjá nemendum þegar þau tóku þátt í sýningunum og sýndu afrakstur undanfarinna vikna. Eins og við var að búast sýndu nemendur bæði fjölbreytt og glæsileg atriði með leik, söng og dansi. Að þessu sinni var ekki hægt að bjóða foreldrum eða öðrum aðstandendum til okkar að horfa á vegna sóttvarnaraðgerða en öll atriðin voru tekin upp og myndbönd búin til sem hafa verið send til foreldra. Það var af ýmsu að taka þegar að skemmtiatriðunum kom.
Á árshátíð 1. – 3. bekkjar var mikið um söngatriði auk þess sem nemendur í 2. bekk spiluðu lagið Blokklingarnir á blokkflauturnar sínar.
Hjá 4. – 6. bekk var leikurinn viðamikill en þar ber helst að nefna nemendur í 5. bekk sem stigu á stokk með frumsamið leikrit um árið 2020 sem sló í gegn. Nemendur í 4. bekk voru einnig með frumlegt atriði þar sem áhugamál nemenda voru í aðalhlutverki.
Unglingastigið var ekki síðra en nemendur í 7. bekk sýndu skemmtilegt myndband þar sem m.a. var verið að stríða starfsfólki skólans, nemendur 8. bekkjar voru með leikþátt og tvær stúlkur í 9. bekk sýndu frumsaminn dans en þær lentu einmitt í þriðja sæti í danskeppni Samfés fyrr í vetur. Leiklistarval skólans sýndi einnig afrakstur vetrarins en þau tóku stutt sýnishorn úr leikritinu Aladdín sem þau hafa verið að æfa í vetur.
Fleiri myndir frá árshátíðinni má finna hér.
Lesa meira
07.05.2021
Fimmtudaginn 29. apríl var Litla upplestrarkeppnin haldin hátíðleg hér í Stapaskóla. Keppnin hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu 16. nóvember og lýkur að vori. Þátttakendur eru nemendur í 4. bekk.
Litla upplestrarkeppnin hófst í Hafnarfirði haustið 2010 og byggir á markmiðum Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin er árlega í 7. bekk. Meginmarkmið keppninnar er að nemendur flytji íslenskt mál sjálfum sér og öðrum til ánægju og að þeir viðhafi vandvirkni að leiðarljósi við flutninginn. Keppnishugtakið felur eingöngu í sér það markmið að keppa við sjálfan sig, að verða betri í dag enn í gær. Lögð er áhersla á betri árangur í lestri, bætt munnleg tjáning og öryggi í framkomu þegar lesa þarf fyrir framan hóp af fólki.
Allir nemendur tóku þátt og hafa æft undir handleiðslu umsjónarkennara sinna í vetur. Nemendur fluttu margskonar texta, bæði ljóð og sögur og lásu ýmist einstaklingslega eða sem hluti af hóplestri. Það er alltaf stórt skref fyrir nemendur að standa fyrir framan hóp af fólki og lesa upp og það stóðu sig allar mjög vel. Á milli upplestra steig Gabríel Örn nemandi í 4. bekk á stokk og flutti tónlistaratriði.
Vegna aðstæðna var ekki hægt að bjóða foreldrum á hátíðina, en hún var tekin upp og mun verða aðgengileg foreldrum barnanna. Nemendur í 3. bekk voru áhorfendur á hátíðinni líkt og venja er enda þeir sem munu taka þátt í þessu verkefni að ári og gott fyrir þau að sjá um hvað þetta snýst.
Nemendur stóðu sig afar vel og voru sér, skólanum og foreldrum sínum til mikils sóma.
Lesa meira
03.05.2021
Nú líður að því að starfsfólk í Stapaskóla verði kallað í bólusetningu vegna Covid - 19. Við vonumst til að skipulag verði á þann hátt að skólastarf riðlist ekki en ef margir þurfa að fara á sama tíma þarf að gera aðrar ráðstafanir vegna nemenda okkar og leitumst við eftir samstarfi við ykkur ágætu foreldrar ef til þarf.
Lesa meira
30.04.2021
Nemendur í 7. bekk í Stapaskóla hafa staðið fyrir fjáröflun fyrir bekkjarbróðir sinn sem greindist með bráðahvítblæði í byrjun mars.
Nú er stefnan tekin til Svíþjóðar hjá honum í næstu viku þar sem hann fer í beinmergsskipti.
Bekkjarsystkini hans vildu ólm hjálpa honum og ákváðu þau að vera með fjáröflun fyrir hann. Gengið var í hús í Innri-Njarðvík og safnað áheitum fyrir fótboltamarþon, sem var í dag. Nemendurnir spiluðu fótbolta saman frá því þau mættu í skólann í dag og þangað til skóladagurinn var búinn. Það voru því þreyttir og mjög ánægðir nemendur sem fóru heim úr skólanum í gær enda gild ástæða fyrir gleðinni.
Áheitasöfnunin gekk vonum framar og var heildarupphæðin fyrir áheitin um 840.000!
Ef fleiri vilja leggja hönd á plóg þá er það enn vel þegið en leggja má inn á styrktar reikning hans: reikningsnúmerið er 0542-14-404971 og kennitalan 190808-4080.
Lesa meira
28.04.2021
Við á Álfasteini lukum nýlega við verkefni í anda könnunaraðferðarinnar. Við tókum lýðræðislega ákvörðun um að vinna með krumma . Við gerðum hugarkort um hvað við töldum okkur vita um krumma, skoðuðum bækur, horfðum á myndbönd og fórum í vettvangsferðir. Að því loknu gerðum við nýtt hugarkort með staðreyndum sem við höfðum lært um krumma. Afurðin verður svo sýnd á listahátíð barna í Reykjanesbæ.
Næsta mál á dagskrá er að vinna með vináttuna. Á hverjum degi er lesin bók um vináttuna. Upp geta komið margir vinklar á vináttuna en við látum börnin þróa samtalið og velja þann vinkil sem brennur helst á þeim. Helstu umræðuefnin hafa verið hvernig er að eiga engan vin. Þá lásum við áður Palli var einn í heiminum. Við lásum bókina „En við erum vinir.“ Hún er um hund og kött sem berjast gegn þeirri staðalímynd að kettir og hundar geti ekki verið vinir. Í ljós kom að börnin vilja hugga hvert annað, gefa hverju öðru dót, við sitjum saman og hjálpumst að. Í dag lásum við „Ég vil líka fara í skóla.“ Hún er um litla stúlku sem kemur í heimsókn í grunnskóla og þekkir engan nema bróður sinn. Hún horfir á hann lenda í áflogum og við ræddum það. Við pössum hendur og orðin okkar. Við biðjum fullorðna um hjálp og setjum mörk í samskiptum.
Kveðja frá Álfasteini
Lesa meira
28.04.2021
Elstu börn leikskólans fengu heimsókn frá Brunavörnum Suðurnesja.
Í vetur hafa elstu börnin á Óskasteini verið aðstoðarmenn slökkviliðsins í gegnum verkefni sem kallast, Logi og Glóð. þar hafa þau verið að fylgjast með hvort að eldvarnir í leikskólanum séu í lagi. Þau hafa skipts á að yfirfara brunavarnir leikskólans eftir lista frá slökkviliðinu.
Gunnar slökkviliðsmaður kom í nýlega heimsókn á brunabílnum sínum. Hann gaf börnunum viðurkenningarskjöl fyrir að vera aðstoðarmenn slökkviliðsins og sýndi börnunum bílinn að innan og utan og fengu þau að sprauta úr brunaslöngunni. Þessi heimsókn sló í gegn hjá börnunum og þökkum við Gunnari innilega fyrir.
Lesa meira
26.04.2021
Haustið 2020 stóð yfir mikil og stór söfnun á birkifræjum á vegum Skógræktarinnar og Landgræðslunnar eftir gróskumikið sumar. Söfnunin gekk vonum framar og safnaðist mikið magn fræja.
Núna með vorinu býður verkefnið Birkiskógur upp á birkifræ til skóla og tókum við í Stapaskóla fagnandi á móti því verkenfni. Í dag kom Kristinn H. Þorsteinsson verkefnastjóri verkefnisins og hitti nemendur í 7. bekk. Kristinn byrjaði á því að halda fræðsluerindi um birkifræ og sáningu á þeim.
Á undan höfðu nemendur unnið með upplýsingatexta frá Kristni og konu hans Auði Jónsdóttur. Eftir fræðsluna var hafist handa við að sá og unnu allir hópar kynningu í formi mynda.
7. bekkur tók í kjölfarið á móti nemendum í 2. bekk og elstu deild leikskólans þar sem hver hópur kenndi nokkrum að sá birkifræjum.
Vinnan tókst vonum framar og stóð 7. bekkur sig ótrúlega vel í að taka á móti Kristni og í því að kenna og leiðbeina yngri nemendum.
Lesa meira
21.04.2021
Fyrr í vetur tóku börnin á Óskasteini eftir því að engin ruslatunna væri á útisvæði leikskólans. Þau veltu mikið fyrir sér hvað þau ættu þá að gera við allt ruslið sem að þau eru að finna á svæðinu og hvernig hægt væri að fá ruslatunnu á útisvæði okkar til að halda því hreinu og fínu.
Við ræddum því hvað væri hægt að gera og var ákveðið að ræða við Gróu, skólastjóra Stapaskóla, því þau voru viss um að það væri hún sem réði þessu. Við fengum Gróu til okkar þar sem börnin ræddu þetta mál við hana og afhendu henni bréf með beiðni um ruslatunnu sem börnin skrifuðu í sameiningu. Heimsóknin var mjög skemmtileg þar sem að börnin voru tilbúin með ýmsar spurningar fyrir skólastjórann sinn og sungu svo fyrir hana.
Lesa meira
21.04.2021
Á morgun 22. apríl er sumardagurinn fyrsti og skólinn því lokaður.
Starfsfólk Stapaskóla óskar nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum skólans gleðilegs sumars.
Lesa meira