19.03.2021
Frístundaheimilið Stapaskjól opnar frá 9. ágúst til skólasetningar fyrir tilvonandi nemendur í 1. bekk auk tilvonandi nemenda í 2. bekk. Um leið verður ekki lengur í boði fyrir börn fædd 2015 að koma aftur inn á leikskólann sinn eftir að sumarleyfi lýkur. Markmiðin með þessari opnun eru m.a. að brúa bilið milli leik- og grunnskólagöngu nemenda, að aðlögun nýrra leikskólabarna geti farið fram fyrr en hefur verið og að aðlaga tilvonandi 1. bekkinga í grunnskólann sinn.
Opnunartíminn verður frá 8:00 – 15:00. Börnin fá morgunhressingu, hádegismat og síðdegisnesti og því ekki þörf á því að senda þau með nesti.
Lesa meira
12.03.2021
Á heimasíðu okkar undir valmöguleikanum Skólinn er að finna rýmingaráætlun fyrir Stapaskóla þar sem farið er ítarlega yfir hlutverk allra ef það kemur til hættuástands. Við hvetjum foreldra/forráðamenn að skoða vel.
Lesa meira
11.03.2021
Í síðustu viku fóru elstu börn leikskólans í heimsókn í 1. bekk þar sem að þau sameinuðust í hringekju. Börnin voru mjög spennt og skemmtu sér vel. Þeim þótti umhverfið spennandi og voru virkir þátttakendur í hringekjunni.
Í hringekjunni voru 5 stöðvar: jóga, hreyfileikur á stórum skjá, kaplakubbar, klifurveggurinn og stöð þar sem í boði var að lita myndir sem að lifnuðu svo við í spjaldtölvunni.
Lesa meira
09.03.2021
Á föstudaginn kom Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í heimsókn í Stapaskóla. Á móti henni tóku Gróa skólastjóri, Kjartan Már bæjarstjóri, Helgi fræðslustjóri ásamt starfsfólki og nemendum Stapaskóla.
Einstaklega skemmtileg heimsókn þar sem Katrín gaf sig sérstaklega að nemendum og svaraði forvitnum nemendum um ýmis málefni. Katrín skoðaði skólabygginguna og fylgdist með nemendum í leik og starfi.
Lesa meira
04.03.2021
Nú stöndum aftur á óvissutímum, í þetta skiptið tengist óvissan jarðhræringum hér á Reykjanesskaganum. Á síðasta ári tóku sálfræðingar skólaþjónustu saman efni undir yfirskriftinni Að takast á við óvissutíma, með það að markmiði að veita foreldrum almenn en hagnýt ráð til að styðja við börnin sín á óvissutímum. Óvissan þá tengist heimsfaraldri Covid-19. Efnið á ekki síður við í dag, við höfum því aðlagað efnið lítillega með tilliti til jarðhræringa.
Lesa meira
02.03.2021
Ungmennafélögin UMFN og Keflavík bjóða í sameiningu upp á námskeið í knattspyrnu og körfubolta.
Æfingarnar eru ætlaðar börnum á aldrinum 6-13 ára með mismunandi stuðningsþarfir.
Æfingarnar fara fram í íþróttasalanum við Akurskóla á sunnudögum kl. 14:00 til 14:50.
Æfingarnar verða fjölbreyttar og skemmtilegar og öllum börnum mætt á þeirra forsendum.
Námskeiðið hefst 28. febrúar og lýkur 25. apríl.
Gjald fyrir hvern iðkanda er 20.000 kr
Skráning er hafin á keflavik.felog.is og umfn.felog.is
Lesa meira
22.02.2021
Í dag kom Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur með gjöf til Stapaskóla. Bryndís færði okkur námsefnið Lærum og leikum með hljóðin ásamt aukaefni. Efnið byggir á fagþekkingu talmeinafræðinnar, rannsóknum og reynslu af því að vinna með börnum, foreldrum og fagfólki skóla. Efnið styður með ýmsu móti við læsi og hljóðnám og leggur grunn að lestrarnáminu. Í gjafaöskjunni er ýmislegt efni sem kennir framburð hljóða, styrkir hljóðavitund og þekkingu á bókstöfum, þjálfar hljóðkerfisþætti og eykur orðaforða og hugtakaskilning.
Við þökkum Bryndísi kærlega fyrir gjöfina og hlökkum til að vinna með nemendur okkar að auknum málþroska. Við gjöfinni tók Elsa Pálsdóttir sérkennslustjóri á leikskólastigi ásamt nemanda.
Lesa meira
18.02.2021
Öskudagurinn var haldinn hátíðarlegur í Stapaskóla á miðvikudaginn var. Nemendur og starfsfólk mættu í búningum og gerðu sér glaðan dag þar sem árgangar og stigin skelltu í uppbrot og stöðvavinnu. Nemendur á leikskólastigi slógu köttinn úr tunninni og fengu snakk í skálar.
Alls staðar voru brosandi andlit og gleðin alls ráðandi.
Lesa meira
16.02.2021
Á fimmtudaginn 18. febrúar er starfsdagur í skólanum á báðum skólastigum og skólinn því lokaður.
Á föstudaginn 19. febrúar er vetrarleyfi á báðum skólastigum og skólinn því lokaður.
Við hvetjum fjölskyldur að gera sér dagamun og njóta samverunnar í vetrarfrí okkar.
Lesa meira