Fréttir

Vetrarfrí á grunnskólastigi

Við minnum á vetrarfrí á grunnskólastigi mánudaginn 19. október og þriðjudaginn 20. október. Kennsla hefst miðvikudaginn 21. október samkvæmt stundaskrá. Hafið það sem allra best í fríinu og passið upp á sóttvarnir.
Lesa meira

Bleikur dagur í Stapaskóla

Föstudaginn 16. október verður bleikur dagur fyrir alla nemendur og starfsmenn Stapaskóla sem og víðar í tilefni af árveknisátaki Kabbameinsfélagsins. Við viljum hvetja alla til að mæta í einhverju bleiku, sama hvað það er, bleikur bolur, peysa, buxur, sokkar, húfa, naglalakk eða hvað sem ykkur dettur i hug. Þeir sem ekki eiga eitthvað bleikt geta mætt í rauðu eða appelsínugulu.
Lesa meira

Gjöf frá Tjarnarseli

Stapaskóli fékk á dögunum góða gjöf frá vinum okkar í leikskólanum Tjarnarseli. Gjöfin reyndist vera bókin Útivera eftir Sabínu Steinunni Halldórsdóttur. Bókin geymir margar spennandi hugmyndir fyrir útiveru á öllum árstímum en útivera og náttúran er fjölbreytt og iðandi af lífi. Stapaskóli þakkar Tjarnarseli innilega fyrir góða gjöf sem mun nýtast vel í leik og starfi.
Lesa meira

Blue bot á leikskólastigi

Nemendur á Óskasteini, elstu deild leikskólastigs Stapaskóla, skoðuðu Blue bot um daginn. Þeim fannst mjög áhugavert að læra á hana. Blue bot er forritunarleikfang í formi býflugu. Býflugunni er stjórnað með tökkum á baki hennar. Börnin prufuðu að ýta á takkanna og sjá hana færa sig úr stað. Þau prufuðu einnig að láta býfluguna keyra á milli sín. Börnunum fannst vanta braut sem býflugan gæti keyrt eftir og ákváðu þau að nota einingakubba til þess. Þegar brautin var tilbúin þá skiptust þau á að stjórna býflugunni og sjá hvort hún gæti keyrt eftir brautinni.
Lesa meira

Við erum öll almannavarnir!

Ágætu foreldrar/forráðamenn, Á morgun mánudag taka í gildi takmarkanir á fjölda fólks í sama rými. Við förum því á leit við ykkur að takmarka komur ykkar inn í bygginguna. Við óskum eftir því við foreldra barna á leikskólastigi að aðeins eitt foreldri fylgi með og kennarar taka á móti börnum frammi við hurð. Engir foreldrar eru leyfðir inn í leikskólatvenndina. Ef foreldrar eiga skipulagðan fund þá má gera ráð fyrir því að hann fari fram rafrænt eða verði frestað í bili. Við erum öll almannavarnir og saman náum við bestum árangri.
Lesa meira

Allir í hús á mánudag!

Frábærar fréttir á föstudegi til nemenda og starfsfólks Stapaskóla en allir nemendur munu komast inn í sínar tvenndir á mánudaginn.Þá munum við fá matsalinn, fjölnotasalinn, tónmenntarstofuna og tónlistarstofurnar. Nemendur og starfsfólk var spennt og tilhlökkun mikil hjá öllum. Góða helgi og við hlökkum til að nota flotta skólann okkar að fullu í frábært og skemmtilegt skólastarf.
Lesa meira

Vísinda- og tæknismiðja

Í vísinda- og tæknismiðju hjá 6 bekk hefur seinasta vika tímabilsins verið lífleg. Nemendur lærðu um efnabreytingar og efnahvörf í gegn um skemmtilegar tilraunir. Hópurinn lærði hvers vegna við söltum göturnar okkar þegar það kólnar og frystir til að sporna við hálku, en saltið lækkar frostmark vatns úr 0°C í lægri tölu. Til að sjá hvernig ís bregst við salti var kjörið að búa sér til mjólkurís. Við það að setja salt við klakann varð efnabreyting, vatnið hóf að bráðna þar sem hitastigið í kring var ekki nægilega kalt. Við þessa efnabreytingu dregur saltið og vatnið orku frá mjólkinni með þeim afleiðingum að hún frýs og út verður dýrindis mjólkurís. Í seinasta tímanum þessa vikuna var áfram verið að skoða efnabreytingar en sjónum var beint að efnahvörfum. Hópurinn bjó því til fílatannkrem sem er afleiðing af því þegar ger blandast við vetnisperoxíð. Í blöndunni er einnig sett sápa sem bregst við efnabreytingunum og freyðir. Mikil gleði og spenna fylgir þessari tilraun sem er áhugaverð og mjög svo sýnileg.
Lesa meira

Ferð unglingastigs á bókasafn Reykjanesbæjar

Um miðjan september fóru nemendur í 8.-9. bekk í heimsókn á bókasafn Reykjanesbæjar. Starfsfólk safnsins tók vel á móti 40 krökkum sem skiptu sér í nokkra hópa sem fóru í ratleik um safnið. Nemendur kynntust Dewey flokkunarkerfinu sem er notað á bókasöfnum um allan heim. Þeir skoðuð líka Harry Potter sýningu sem er opin á safninu, glugguðu í alls konar bækur og spjölluðu saman. Allir nemendur fengu strokleður í kveðjugjöf frá safninu. Krakkarnir fengu risastórt hrós frá starfsfólki og stjórnendum safnsin og kennarar fóru stoltir aftur í skólann með hópinn.
Lesa meira

Foreldrafræðsla og uppeldisnámskeið framundan

Skólaþjónustan býður uppá ýmis fræðslu- og uppeldisnámskeið sem miða að því að styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu og aðstoða börnin við að takast á við tiltekinn vanda. Ólík námskeið eru í boði og eru þau sérsniðin að ólíkum aldri og þörfum barnanna. Námskeiðin byggja á vel rannsökuðum aðferðum og allir leiðbeinendur hafa viðurkennda og löggilda fagmenntun.
Lesa meira

Stöðvavinna hjá 2. bekk

Í 2. bekk er unnið með stöðvavinnu 3 daga í viku. Stöðvarnar eru 12 og eru 2-3 nemendur á hverri stöð í 20 mínútur í senn. Á stöðvunum er unnið með það sem verið er að kenna hverju sinni í byrjendalæsi, stærðfræði og samfélagsfræðigreinum. Þá er líka hlustun, lestur, fingrafimi o.fl. Stöðvavinnan gefur frábært tækifæri til að koma til móts við ólíkar þarfir nemendanna.
Lesa meira