Nemendur í 7. bekk safna fyrir samnemanda með fótboltamaraþoni

Nemendur í 7. bekk í Stapaskóla hafa staðið fyrir fjáröflun fyrir bekkjarbróðir sinn sem greindist með bráðahvítblæði í byrjun mars. 

Nú er stefnan tekin til Svíþjóðar hjá honum í næstu viku þar sem hann fer í beinmergsskipti.

Bekkjarsystkini hans vildu ólm hjálpa honum og ákváðu þau að vera með fjáröflun fyrir hann. Gengið var í hús í Innri-Njarðvík og safnað áheitum fyrir fótboltamarþon, sem var í dag. Nemendurnir spiluðu fótbolta saman frá því þau mættu í skólann í dag og þangað til skóladagurinn var búinn. Það voru því þreyttir og mjög ánægðir nemendur sem fóru heim úr skólanum í gær enda gild ástæða fyrir gleðinni.

Áheitasöfnunin gekk vonum framar og var heildarupphæðin fyrir áheitin um 840.000! 

 

Ef fleiri vilja leggja hönd á plóg þá er það enn vel þegið en leggja má inn á styrktar reikning hans: reikningsnúmerið er 0542-14-404971 og  kennitalan 190808-4080.