- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Í síðustu viku var stór dagur. Þá fór fram fyrsta formlega útskrift Stapaskóla. Voru það elstu nemendur af leikskólastigi sem útskrifuðust við hátíðlega athöfn í fjölnotasal Stapaskóla.
Elstu nemendur voru búin að æfa þrjá söngva sem þau sungu á sviði fyrir foreldra sína og starfsfólk. Gróa skólastjóri hélt stutta ræðu og fengu allir nemendur útskriftarskjal ásamt Ösp til að gróðursetja frá skólanum.
Tréð vísar í merki skólans sem er mynd af tré sem er sífellt að vaxa og bæta við sig þekkingu. Það er gott veganesti fyrir áframhaldandi nám í skólanum. Eftir athöfnina buðu nemendur foreldrum sína upp á kaffi, kökur og létt spjall.
Við óskum útskriftarnemendum okkar og aðstandendum þeirra innilega til hamingju með áfangann.
Allar stundir okkar hér
Er okkur ljúft að muna.
Fyllstu þakkir flytjum þér
takk fyrir samveruna.
Fleirri myndir af útskriftinni má nálgast hér.