- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Fimmtudaginn 29. apríl var Litla upplestrarkeppnin haldin hátíðleg hér í Stapaskóla. Keppnin hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu 16. nóvember og lýkur að vori. Þátttakendur eru nemendur í 4. bekk.
Litla upplestrarkeppnin hófst í Hafnarfirði haustið 2010 og byggir á markmiðum Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin er árlega í 7. bekk. Meginmarkmið keppninnar er að nemendur flytji íslenskt mál sjálfum sér og öðrum til ánægju og að þeir viðhafi vandvirkni að leiðarljósi við flutninginn. Keppnishugtakið felur eingöngu í sér það markmið að keppa við sjálfan sig, að verða betri í dag enn í gær. Lögð er áhersla á betri árangur í lestri, bætt munnleg tjáning og öryggi í framkomu þegar lesa þarf fyrir framan hóp af fólki.
Allir nemendur tóku þátt og hafa æft undir handleiðslu umsjónarkennara sinna í vetur. Nemendur fluttu margskonar texta, bæði ljóð og sögur og lásu ýmist einstaklingslega eða sem hluti af hóplestri. Það er alltaf stórt skref fyrir nemendur að standa fyrir framan hóp af fólki og lesa upp og það stóðu sig allar mjög vel. Á milli upplestra steig Gabríel Örn nemandi í 4. bekk á stokk og flutti tónlistaratriði.
Vegna aðstæðna var ekki hægt að bjóða foreldrum á hátíðina, en hún var tekin upp og mun verða aðgengileg foreldrum barnanna. Nemendur í 3. bekk voru áhorfendur á hátíðinni líkt og venja er enda þeir sem munu taka þátt í þessu verkefni að ári og gott fyrir þau að sjá um hvað þetta snýst.
Nemendur stóðu sig afar vel og voru sér, skólanum og foreldrum sínum til mikils sóma.