01.10.2019
Nemendur í 1. - 5. bekk í Stapaskóla eru virkir þátttakendur í sköpun nýs skóla. Gróa skólastjóri og Heiða Mjöll aðstoðarskólastjóri hittu alla nemendur og ræddu við þá um hvernig skóla við viljum. Hugmyndir þeirra voru vinátta, góð við hvort annað, tillitsemi, virðing, kurteisi, þolinmæði og gaman og pottþétt Playstation.
Í kjölfarið var þeim boðið að taka þátt í samkeppni um merki skólans (logo). Allir nemendur skólans fá tækifæri á að senda inn mynd sem þeir teikna. Úr þeim verður valin ein mynd/merki sem sent verður á hönnunarstofu sem fullvinnur merkið.
Nemendur voru mjög áhugasamir um nýju skólabygginguna og einkunnarorð skólans.
Skilafrestur er 7.október á skrifstofu skólans.
Lesa meira
27.09.2019
Í dag fóru öll börn út að hlaupa í tilefni af Ólympíuhlaupi ÍSÍ sem áður hét Norræna skólahlaupið. Nemendur stóðu sig frábærlega vel og hlupu allt frá 2,5 km að 10 km.
Lesa meira
24.09.2019
Eins og er liggur símkerfið niðri. Þið getið prófað 824-1069.
Lesa meira
19.09.2019
Á mánudaginn 23. september er samtalsdagur í Stapaskóla. Þá mæta nemendur með foreldrum/forráðamönnum í viðtal til umsjónarkennara.
Skráning í viðtöl fer fram í gegnum www.mentor.is
Lesa meira
15.08.2019
Skólasetning
fer fram fimmtudaginn 22.ágúst fyrir nemendur í 1. - 5. bekk.
Nemendur mæta á eftirfarandi tímum:
Kl. 11.00 2. - 5. bekkur
kl.12.00 1. bekkur
Lesa meira
12.08.2019
Þá er búið að koma fyrir skólastofum til viðbótar við gamla húsnæðið fyrir næsta skólaár.
Lesa meira
12.08.2019
Hér eru loftmyndir teknar 17.júlí sl. Það gengur vel að byggja og hefur veðrið leikið við starfsmenn. Við fylgjumst spennt með gangi mála og hlökkum mikið til haustsins 2020.
Lesa meira