Sumarfrístund hefst mánudaginn 10. ágúst

Í fyrsta sinn er nú sumarfrístund í boði fyrir nemendur í 1. og 2. bekk. Skráningu lauk 1. ágúst á mitt.reykjanes.is

Starfsemin hefst mánudaginn 10. ágúst. Starfsemin er frá kl.9.00 og til kl. 15.00 á virkum dögum fram að skólasetningu.
Gjaldið fyrir sumarfrístund er kr.8.400 sem er eingöngu fyrir matinn sem börnin fá. Þau fá morgunmat, heitan hádegismat og síðdegishressingu.

Alexía Ósk forstöðumaður frístundaheimilis Stapaskjóls mun skipuleggja og halda utan um starfið. Með henni koma námsmenn á vegum Reykjanesbæjar. Leiðarljós frístundaheimilanna er að bjóða börnum upp á þátttöku í fjölbreyttu frístunda- og tómstundastarfi án aðgreiningar með það að markmiði að efla sjálfstraust og félagsfærni þeirra í gegnum leik og starf.

Tekið er á móti börnunum í bráðabirgðahúsnæði Stapaskóla (þar sem kennsla hefur farið fram sl. ár). Mikilvægt er að börnin séu klædd eftir veðri og með aukaföt með sér.

Hlökkum til að sjá ykkur