Ferð í aðventugarðinn

Börnin á Óskasteini fóru í langferð í strætó í dag. Förinni var heitið í skrúðgarðinn í Keflavík þar sem aðventugarðurinn mun opna um helgina. Allir leikskólar í Reykjanesbæ fengu úthlutað svæði sem þeir sjá um að skreyta. Börnin hafa verið að vinna að skrauti og skilti með nafni skólans síðustu daga og vikur.

Aðventugarðurinn er nýtt verkefni sem ætlað er að vekja upp skemmtilega jólastemmningu. Ráðhústorg og hluti skrúðgarðsins verða skreytt og boðið upp á óvæntar uppákomur til að gleðja gesti og gangandi. Þar verða einnig sölukofar þar sem íbúar og aðrir geta selt varning tengdan jólum. Aðventugarðurinn verður opinn alla laugardaga í desember og á Þorláksmessu.