Verðlaunaafhending fyrir Ólympíuhlaupið

 

Fimmtudaginn 27.nóvember fór fram verðlaunaafhending fyrir Ólympíuhlaupið sem fór fram í haust. Nemendurnir náðu að hlaupa hringinn í kringum Ísland eða 1327 km. Á yngsta stigi stóð 4.bekkur uppi sem sigurvegari, 7.bekkur á miðstigi og 8.bekkur á unglingastigi.

Viðurkenningarskjöl voru veitt til þeirra nemenda sem hlupu 10km (12-14 hringir) og 12 km+ (15+ hringi).