Síðustu vikur hefur 9. bekkur verið að lesa bókina „Vertu ósýnilegur“ eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Miðvikudaginn 2. desember mætti svo höfundurinn á Teams fund með bekknum og nemendur fengu að leggja fyrir hana spurningar um bókina og starf hennar sem rithöfundur. Bekkurinn átti klukkustundarlangan fjarfund með Kristínu Helgu og lögðu fyrir hana alls konar spurningar.
Eftir fundinn höfðu nemendur m.a. þetta að segja:
- „Mér fannst flott að fá tækifæri að fá að tala við Kristínu. Það var líka gaman að fá að spyrja hana spurningar um efni bókarinnar.“
- „Mér fannst svo áhugavert hvað hún var undirbúin“ og „merkilegt hvað öll svörin hennar voru löng.“
- „Mér fannst þetta áhugavert og lærdómsríkt, t.d. að heyra hvernig hún fékk hugmyndina að bókinni.“
- „Mér fannst áhugavert hvernig hún valdi fyrst að vera fréttakona og svo rithöfundur.“
- „Mér fannst allt sem hún talaði um mjög áhugavert, og mér finnst að ég skilji miklu betur uppruna bókarinnar og hvað fékk hana til að skrifa þessa bók. Mér fannst einnig áhugavert að vita að hún hafi verið blaðamaður áður en hún varð rithöfundur því ég vissi það ekki.“
- „Ég lærði mikið og þetta var spennandi og skemmtilegt.“