- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Undanfarin ár hafa FFGÍR, Foreldrafélög og foreldraráð grunnskólanna í Reykjanesbæ, boðið uppá fræðslu í grunnskólum Reykjanesbæjar í samstarfi við foreldrafélög skólanna. Þetta árið fengu þau til liðs við sig Ernu Kristínu, aktívista um jákvæða líkamsímynd og höfund bókarinnar Ég vel mig til þess að eiga samtal við.
Í morgun kom Erna Kristín til okkur í skólann, spjallaði við krakkana í 1.- 4. bekk og sýndi þeim bókina sína. Bókin verður til á bókasafninu okkar í Stapaskóla hér eftir. Í bókinni reynir Erna að hjálpa krökkum við að byggja upp jákvæða sjálfs- og líkamsímynd barna og þannig kenna þeim að velja sjálfan sig og vera þakklát fyrir líkama sinn óháð útliti hans.
Börnin stóðu sig ótrúlega vel í dag og við þökkum Ernu Kristínu innilega fyrir komuna.