- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Nú eru rúmar tvær vikur liðnar af nýju ári í nýrri reglugerð þar sem allir nemendur eru komnir í fullt skólastarf. Ný reglugerð gerði okkur kleift að sameina alla nemendahópa en þó með takmörkunum fyrir okkur út af tvenndunum.
Nemendur okkar hafa staðið sig með eindæmum vel og eiga enn og aftur hrós skilið fyrir dugnað og aðlögunarhæfni.
Við minnum samt áfram á það að þetta er ekki alveg búið og mikilvægt að huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Einnig eru takmarkanir á því að foreldrar komi inn í skólabyggingu eins og var áður.
Við höldum áfram með gleði, samvinnu, virðingu og vináttu að leiðarljósi í bjartari daga.