Dagur leikskólans er ár hvert þann 6. febrúar. Í ár ber þann dag upp á laugardegi. Stapaskóli mun halda upp á daginn föstudaginn 5. febrúar til að vekja athygli á mikilvægu hlutverki leikskóla og starfi leikskólakennara.
- Börn á leikskólastigi munu halda í skrúðgöngu stundvíslega kl. 9:00 um morguninn. Mikilvægt er að börnin séu mætt tímanlega.
- Þau munu ganga meðfram skólabyggingunni og enda í sal skólans í partýsöngstund með tónmenntakennara Stapaskóla ásamt 1. bekk.
- Börnin mega taka með sér vasaljós til að leika og ganga með. Það myndi alveg slá í gegn ef ljósin væru vel merkt.
- Eftir hádegið verða ýmsar skemmtilegar vísindatilraunir hjá eldri hópum með náttúrufræðikennara Stapaskóla