- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Í dag kom Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur með gjöf til Stapaskóla. Bryndís færði okkur námsefnið Lærum og leikum með hljóðin ásamt aukaefni. Efnið byggir á fagþekkingu talmeinafræðinnar, rannsóknum og reynslu af því að vinna með börnum, foreldrum og fagfólki skóla. Efnið styður með ýmsu móti við læsi og hljóðnám og leggur grunn að lestrarnáminu. Í gjafaöskjunni er ýmislegt efni sem kennir framburð hljóða, styrkir hljóðavitund og þekkingu á bókstöfum, þjálfar hljóðkerfisþætti og eykur orðaforða og hugtakaskilning.
Við þökkum Bryndísi kærlega fyrir gjöfina og hlökkum til að vinna með nemendur okkar að auknum málþroska. Við gjöfinni tók Elsa Pálsdóttir sérkennslustjóri á leikskólastigi ásamt nemanda.