Sigurvegarar skólakeppni Stapaskóla

Í dag var haldinn fyrsti viðburður á sal Stapaskóla og fyrsta upplestrarkeppnin. Nemendur úr 7. bekk eru búnir að æfa upplestur frá Degi íslenskrar tungu 16. nóvember sl. Í síðustu viku fór fram bekkjarkeppni þar sem nemendur í 7. bekk taka þátt í. Þeir lesa texta úr sögu og ljóð að eigin vali.


Úr þeim hópi voru valdir sjö nemendur sem kepptu í dag í skólakeppni Stapaskóla.

Þeir eru: Alma Rún, Guðmundur Atli, Júlíana, Katrín Alda, Kolbrún Dís, Viktor Breki og Viktoría.

Það eru þær Katrín Alda og Júlíana sem fara fyrir hönd Stapaskóla og Kolbrún Dís sem verður til vara. Við óskum þeim til hamingju með upplesturinn og þátttendum fyrir frábæra frammistöðu.

Dómarar í ár voru Brynhildur Sigurðardóttir kennari, Guðný Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri Njarðvíkurskóla og Haraldur A. Einarsson grunnskólafulltrúi Reykjanesbæjar. Við þökkum þeim kærlega fyrir góð störf. 

Við sendum umsjónarkennurum þeirra kærar þakkir fyrir að hafa undirbúið nemendur vel og skipulega.