Foreldrafélag leikskólastigs stofnað!

Miðvikudaginn 3. febrúar var haldinn stofnfundur foreldrafélag leikskólastigs. Helgi Arnarson fræðslustjóri var með erindi um sögu Stapaskóla og hversu mikilvægt foreldrasamstarf er í skólastarfi. Foreldrar fengu tækifæri á að spyrja út í skólastarfið og hagnýt atriði ásamt því að koma áhyggjum sínum um leikskólapláss til Helga og Ingibjargar leikskólafulltrúa.

Kosið var um stjórn og foreldraráð. Þar er að finna öflugar mæður sem hlakka til að móta foreldrafélag leikskólastigs Stapaskóla.

Í stjórn foreldrafélagsins eru:

  • Una María Unnarsdóttir
  • Þóra Fríða Ólafsdóttir
  • Kristín Björt Sævarsdóttir
  • Yingzi Shi
  • Steinunn Ósk Sigursteinsdóttir
  • Dísa Björg Jónsdóttir

Í foreldraráði eru:

  • Kristín Björt Sævarsdóttir, fulltrúi foreldrafélagsins
  • Inga Sif Ingimundardóttir
  • Sigrún Ýr Hjörleifsdóttir