- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Heimsókn og spjall við skólastjóra fór fram í öllum árgöngum á grunnskólastigi og elsta árgangs leikskólastigs sl vikur. Tilgangur með heimsókninni var að heyra þeirra hugmyndir og ábendingar um skólastarf. Einnig gafst nemendum færi á að spyrja að því sem þeim langaði til.
Samtölin voru mjög góð, nemendur til fyrirmyndar og vel undirbúnir af kennurum sínum. Skólastjóri spurði einnig út í nokkur atriði er viðkemur skólastarfinu.
Helstu spurningar nemenda voru:
Mjög skemmtilegar spurningar og spjall sem skapaðist í kringum þær. Þetta er aðeins sýnishorn af þeim fjölmörgu spurningum sem komu.
Skólastjóri spurði nemendur út í húsgögnin og upphaf skóladagsins.
Við stefnum að því að gera þetta árlega og vonandi tvisvar yfir skólaárið til að taka stöðuna hjá nemendum og að eiga samtal um skólastarf því nemendur hafa ýmislegt fram að færa.