Fréttir

Skólaslit haldin hátíðleg á sal skólans!

Skólaslit voru haldin hátíðlega á sal skólans í fyrsta sinn í sögu Stapaskóla. Síðast liðin skólaslit hafa verið haldin í takmörkunum vegna heimsfaraldurs. Þetta var því einstaklega hátíðleg og indæl stund.
Lesa meira

Óskilamunir

Töluvert magn af óskilamunum liggur nú frammi í aðal anddyri skólans. Um er að ræða fatnað, skóbúnað, yfirhafnir, skólatöskur, íþróttatöskur, brúsa, nestisbox og sitthvað fleira. Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að koma við, á milli kl. 09:00 og 14:00, og fara í gegnum óskilamunina og athuga hvort að þarna leynist eitthvað sem tilheyrir ykkar barni. Miðvikudaginn 29. júní verður farið með ósótta muni í fatasöfnun Rauða krossins.
Lesa meira

Nemendur Stapaskóla styrkja SKB

Nú á vordögum voru þemadagar nemenda og föstudaginn 3. júní var haldin sýning á þeim afrakstri. Samhliða sýningu voru nemendur á eldra stigi með fatamarkað eftir verkefnavinnu tengda umhverfismálefnum. Ásamt þeim markaði seldu nemendur smákökur sem finna má í mismunandi heimsálfum. Ákveðið var að allur ágóði af báðum sölum myndi renna til góðgerðamála og féll það í hlut eldri deildar að kjósa um málefnið. Að þessu sinni var Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna valið með afgerandi meirihluta í kosningu. Samtals safnaðist 69.602 krónur sem runnu beint til Skb. Peningurinn er kominn til þeirra og senda þeir meðfylgjandi þakkarbréf til okkar.
Lesa meira

Nýr aðstoðarskólastjóri ráðinn!

Pálína Hildur Sigurðardóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri með sérhæfingu á leikskólastigi. Pálína Hildur lauk námi til B.Ed. gráðu í leikskólakennarafræðum við Háskóla Íslands árið 2001. Hún hefur einnig lokið námsbraut í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun í Opna háskólanum við Háskóla Reykjavíkur. Pálína Hildur hefur starfað undanfarin ár í leikskólanum Ársalir sem deildarstjóri ásamt því að vera með margra ára reynslu sem kennari og sérkennari. Við hlökkum til að bjóða Pálínu Hildi velkomna til starfa þann 1. ágúst.
Lesa meira

Útskrift 10. bekkjar

Fimmtudaginn 9. júní eru skólaslit við grunnskólastig Stapaskóla. Í fyrsta skipti í sögu skólans er verið að útskrifa nemendur úr 10. bekk. Athöfnin hefst á sal skólans kl.13.00. Þar verða viðurkenningar veittar fyrir góðan árangur, hrósskjöl lesin upp og vitnisburður afhentur. Foreldrar og gestir eru hjartanlega velkomnir og í lokin er boðið uppá kaffiveitingar.
Lesa meira

Skólaslit við Stapaskóla

Fimmtudaginn 9. júní eru skólaslit hjá grunnskólastigi Stapaskóla. Nemendur í 1., 3., 5., 7. og 9. bekk mæta á sal skólans kl.09.00. Nemendur í 2., 4., 6. og 8. bekk mæta á sal skólans kl.10.30. Að lokinni athöfn á sal fara nemendur í tvenndirnar sínar með umsjónarkennurum þar sem lesin verða upp hrósskjöl og vitnisburður afhentur. Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir.
Lesa meira

Þemasýning 3. júní

Foreldrum, forráðamönnum, ömmum, öfum og öllum hinum er boðið á þemasýningu á föstudaginn kl.9.00 - 11.00. Dagana 1. - 3. júní eru nemendur frá 5 ára til 16 ára að vinna að fjölbreyttum verkefnum í samvinnu árganga á milli. Þemað í ár eru heimsálfurnar þar sem markmiðið er að efla skólabrag, ýta undir sköpun, gleðjast saman í námi sem tengist áhuga nemenda, kynnast betur, efla vináttu og virðingu nemenda á milli, vera virkur þátttakandi í skólasamfélaginu og leyfa nemendum að nýta styrkleika sína.
Lesa meira