22.04.2022
Áfram Stapaskóli!
Föstudaginn 22.apríl tók Skólahreystilið Stapaskóla loka æfingu fyrir keppnina sem fer fram miðvikudaginn 27. apríl.
Nemendur á grunnskólastigi fjölmenntu á hreystivöllinn og voru að hvetja keppnisliðið áfram.
Skólahreystilið Stapaskóla er skipað nemendum úr 9. og 10.bekk og er eftirfarandi:
Upphífur og dýfur: Gunnar (10.bekk)
Armbeygjur og hanga: Una Rós (9.bekk)
Hraðaþraut: Vala (9.bekk) og Leonard (9.bekk)
Varamenn: Þórdís (9.bekk), Íris (9.bekk) og Jón Hjörtur (10.bekk)
Hvetjum alla til þess að fylgjast með beinni útsendingu á RÚV miðvikudaginn 27. apríl klukkan 17:00
Lesa meira
20.04.2022
Fimmtudaginn 28. apríl er skertur dagur samkvæmt skóladagatali á leikskólastigi. Nemendur mæta kl.11.00. Tíminn milli kl.8.00 - 11.00 er nýttur í fræðslu og undirbúning.
Thursday the 28th of April the kindergarten school is closed between 8.00 til 11.00 o´clock. The children can arrive at 11.00 o´clock.
Lesa meira
07.04.2022
Síðasti kennsludagur fyrir páska á grunnskólastigi er föstudagurinn 8. apríl. Frístundaheimilið Stapaskjól er einnig lokað í páskafríinu. Leikskólastig er áfram opið mánudaginn 11. apríl, þriðjudaginn 12. apríl og miðvikudaginn 13. apríl en þá hefst páskafrí á leikskólastigi.
Fyrsti skóladagur eftir páska er þriðjudagurinn 19. apríl.
Starfsfólk óskar ykkur gleðilegra páska og hlökkum til að taka á móti börnum ykkar með bros á vör þriðjudaginn 19. apríl.
Starfsfólk óskar ykkur gleðilegra páska og hlökkum til að taka á móti börnum ykkar með bros á vör þriðjudaginn 19. apríl.
Lesa meira
24.03.2022
Árshátíð Stapaskóla verður haldin hátíðleg á sal skólans fimmtudaginn 31. mars næstkomandi.
Í fyrsta sinn síðan skólinn tók til starfa í núverandi húsnæði verður árshátíðin haldin án samkomutakmarkanna og því mikið gleðiefni að geta boðið foreldrum og forráðamönnum að koma og njóta með okkur.
Tímasetningar:
1. - 3. bekkur - Dagskrá hefst kl. 09:00 - nemendur mæta í sína tvennd 15 mínútum áður.
4. - 6. bekkur - Dagskrá hefst kl. 11:00 - nemendur mæta í sína tvennd 15 mínútum áður.
7. - 10. bekkur - Dagskrá hefst kl. 20:00 - húsið opnar 19:30. Að skemmtidagskrá lokinni hefst ball fyrir nemendur, frá klukkan 21:00 - 23:00. Nemendur fá leyfi í fyrstu tveimur kennslustundunum föstudaginn 1. apríl (ekki aprílgabb
Lesa meira
14.03.2022
Á morgun þriðjudaginn 15. mars er starfsdagur á grunnskólastigi. Þá skólinn lokaður sem og frístundaheimilið.
On Tuesday Mars 15th the elementary school is closed.
Lesa meira
01.03.2022
Samkvæmt skóladagatali er starfsdagur á leikskólastigi á föstudaginn 4. mars. Þann dag eru starfsmenn í undirbúningi og á námskeiði. Leikskólinn er því lokaður.
On Friday the kindergarten school is closed as scheduled in the calender.
Lesa meira
28.02.2022
Á miðvikudaginn er skertur nemendadagur á grunnskólastigi.
Nemendur mæta á eftirfarandi tímum:
1. - 6. bekkur kl.9.00 og fara heim að loknum hádegismat um kl.11.30.
7. - 10. bekkur kl.10.00 og fara heim að loknum hádegismat um kl.12.00.
Frístundaheimilið opnar kl.8.00 og tekur svo á móti nemendum eftir hádegismat.
Nemendur mega mæta í Öskudagsbúningum en við bendum foreldrum á að hafa fylgihluti heima.
Lesa meira
24.02.2022
Í gær afhenti Rotaryklúbbur Keflavíkur öllum grunnskólum Reykjanesbæjar þrívíddarprentara að gjöf í tilefni þess að í ár hefur Sísköpunarsprettur grunnskólana göngu sína. Sísköpunarsprettur er verkefni sem leitt er af þeim Hauki Hilmarssyni, Brynju Stefánsdóttur og Sveinbirni Ásgrímssyni kennarar við Stapaskóla en þau hlutu styrk úr Nýsköpunar - og þróunarsjóði Reykjanesbæjar skólaárið 2021- 2022 til þess að setja á laggirnar nýsköpunarkeppni grunnskóla Reykjanesbæjar sem nú hefur fengið nafnið Sísköpunarsprettur með það að markmiði að hvetja til hönnunar og sköpunar í gegnum endurvinnslu og endurnýtingu.
Stapaskóli þakkar félögum Rótarýklúbbsins kærlega fyrir veglega gjöf sem á eftir að nýtast nemendum skólans vel.
Lesa meira