- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Miðvikudaginn 5. október er foreldradagur á grunnskólastigi og skertur nemendadagur. Nemendur mæta í skólann frá kl.8.30 - 10.00. Frístundaheimilið opnar kl.10.00 fyrir þá nemendur sem er skráðir þar.
Foreldrafundur er kl.11.00 í öllum tvenndum þar sem skólastarf og áherslur eru kynntar.
Á leikskólastigi er foreldrafundur kl.18.00 í sal Stapahallar, þar sem leikskólastigið er staðsett. Í lok hans kl.19.00 er aðalfundur foreldrafélagsins.
Við hvetjum foreldra til að fjölmenna og kynnast skólastarfi Stapaskóla ásamt því að hitta aðra foreldra og útvíkka tengslanetið.