19.09.2022
Stapaskóli fékk úthlutað úr Yrkjusjóði í annað sinn núna í haust. Yrkjusjóður er sjóður æskunnar til ræktunar á landinu okkar. Markmið sjóðsins er að efla kynningu á mikilvægi skógræktar og ræktun almennt og ala þannig upp ræktendur framtíðarinnar. 3. Bekkur fór mánudaginn 12. september af stað til að gróðursetja þær plöntur sem skólanum var úthlutað í ár. Árgangurinn hitti Kristján Bjarnason sem kom og kenndi hópnum handtökin við gróðursetningu. Saman setti hópurinn niður 120 plöntur. Að vera úti í náttúrunni og fá að grafa, skoða, snerta er upplifun og skemmtu nemendur sér konunglega við iðjuna. Ljóst er að í hópnum eru framtíðarræktendur.
Lesa meira
19.09.2022
Mánudaginn 19. september fengu nemendur í Stapaskóla sérstaka gesti. Emelíana og Elísabet María, nemendur í 3. bekk og Adríana nemandi á Mánasteini komu með pysjur í skólann. Pysjur eru Lundar á barnsaldri og algengt er að hjálpa þurfi ungunum í átt að sjó þar sem þeir geta sinnt eigin fæðuöflun og komist norður á leið. Nemendur fengu örfræðslu um pysjur og litu þær augum. Að fá slíkt tækifæri er mikilvægt og þökkum við nemendunum sem komu með pysjurnar ásamt Þóru Fríðu Åberg Ólafsdóttur, móður Emelíönu og Adríönu.
Lesa meira
15.09.2022
Miðvikudaginn 14. september sl. kom Ævar Þór Benediktsson, rithöfundur, í heimsókn til okkar í Stapaskóla og las fyrir nemendur í 5. – 7. bekk upp úr bók sinni Skólaslit.
Skólaslit er hugarfóstur rithöfundar og kennsluráðgjafa á Reykjanesi og var unnin í samstarfi við kennara og nemendur í október á síðasta ári. Hvern dag í október var birtur, spennandi og hrollvekjandi, kafli úr sögunni og fylgdust nemendur með af athygli. Nú í byrjun september var sagan svo gefin út í veglegri bók sem myndskreytt er af Ara Hlyn Guðmundssyni Yates.
Nemendur hlustuðu af athygli á upplestur Ævars og fengu svo tækifæri til að spyrja rithöfund ýmissa spurninga. Þá kynnti Ævar fyrir nemendum Skólaslit 2: Dauð viðvörun en ákveðið hefur verið að halda áfram með þetta verkefni nú í október þar sem nýr kafli sögunnar birtist á hverjum virkum degi.
Í lok heimsóknar færði Ævar Stapaskóla nokkur eintök af bókinni að gjöf og miðað við áhuga verða þau öll komin í útlán af bókasafninu fyrir lok vikunnar. Ævar þakkaði nemendum fyrir að hlusta af athygli, sýna prúðmennsku og spyrja skemmtilegra og áhugaverðra spurninga.
Lesa meira
09.09.2022
Miðvikudaginn 7. september tóku nemendur Stapaskóla þátt í Friðarhlaupinu. Friðarhlaupið er alþjóðlegt kyndilboðhlaup. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli. Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum byggðarlaga í yfir hundrað löndum.
Lesa meira
09.09.2022
Stapaskóli hefur ákveðið að taka þátt í Göngum í skólann, verkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Embætti landlæknis, Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Heimilis og skóla. Göngum í skólann verður sett miðvikudaginn 7. september og lýkur formlega miðvikudaginn 5. október.
Lesa meira
09.09.2022
Aðalfundur foreldrafélags Stapaskóla verður haldinn þriðjudaginn 13. september kl. 19:30 í Stapaskóla.
Lesa meira
02.09.2022
Fimmtudaginn 1. september kom Þorgrímur Þráinsson og heimsótti 10. bekk. Flutti hann fyrirlesturinn “Vertu ástfangin af lífinu”. Þar fór hann yfir mikilvægi þess að setja sér markmið í lífinu og að þora að fara út fyrir þægindarrammann. Þorgrímur lagði sérstaka áherslu á að það ber enginn ábyrgð á þeirra velgengni nema þau sjálf. Hann talaði einnig um það hversu mikilvægt er að við komum vel fram við hvert annað og njótum alls þess sem lífið hefur uppá að bjóða. Nemendur tóku mjög vel í fyrirlesturinn og fengu í hendunar verkfæri til áframhaldandi vinnu.
Lesa meira
23.08.2022
Föstudaginn 12. ágúst var haldin 350 manna ráðstefna Samtaka áhugafólks um skólaþróun hér í Stapaskóla. Þema ráðstefnunnar var að þessu sinni "Með gleðina að leiðarljósi: Kennarar sem leiðtogar og brautryðjendur í skapandi starfi".
Hér komu fram kennarar af öllu landinu og kynntu þróunarverkefni sín þar þeir hafa farið inn á nýjar brautir eða "út fyrir rammann". Til gamans má segja frá að eitt af erindum á sal var frá fulltrúum unglingateymis skólans en þær fluttu erindið Samþætting og sköpun í framsæknu skólaumhverfi. Eftir erindi á sal völdu ráðstefnugestir sér málstofur vítt og breytt um skólann. Ein af málstofum var úr okkar smiðjutvennd, en það var hann Haukur hönnunar- og smíðakennari með erindi um nýsköpun og stafræna hönnun.
Ráðstefnustjóri var Helgi Arnarson fræðslustjóri.
Ráðstefnan heppnaðist vel og var skemmtileg frumraun í notkun á skólahúsnæði okkar.
Lesa meira