Fréttir

8. og 10. bekkur á starfsgreinakynningu Suðurnesja

Nemendur 8. og 10. bekkjar heimsóttu starfsgreinakynningu Suðurnesja í gærmorgun. Starfsgreinakynningin er árlegur viðburður haldin af Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Kynningin hefur vaxið með hverju árinu sem er virkilega ánægjulegt en í ár gátu nemendur kynnt sér yfir 130 ólíkar starfsgreinar. Á meðal starfsgreina voru hjúkrunarfræðingur, bæjarstjóri, lögregla, líffræðingur, flugmaður, flugþjónn, flugvirki. Básarnir voru fjölbreyttir og áhugaverð sýnishorn á hverju horni. Samhliða heimsókninni leystu nemendur verkefni frá náms- og starfsráðgjafa. Öflug starfsfræðsla er nemendum mikilvæg og við erum ánægð með hvað nemendur okkar voru áhugasöm og dugleg að spyrja spurninga.
Lesa meira

Göngutúr í Heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar

Allt grunnskólastig ásamt Mánasteini og Óskasteini skelltu sér í göngutúr um hverfið í tilefni af heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar. Nemendur og starfsfólk áttu góða stund saman í göngutúrnum sem gekk rosalega vel og allir til fyrirmyndar.
Lesa meira

Foreldrakvöld leikskólastigs Stapaskóla

Foreldrakvöld var haldið í vikunni á leikskólastigi Stapaskóla og var það mjög vel sótt. Þar fór Pálína Hildur aðstoðarskólastjóri yfir helstu áherslur í starfi leikskólans. Að því loknu fóru foreldrar inn á deild sinna barna og fengu að skoða námsefnið betur þar.
Lesa meira

Foreldradagur og skertur nemendadagur á grunnskólastigi

Miðvikudaginn 5. október er foreldradagur á grunnskólastigi. Nemendur mæta í skólann frá kl.8.30 - 10.00. Frístundaheimilið opnar þá fyrir þá nemendur sem er skráðir þar. Foreldrafundur er kl.11.00 í öllum tvenndum þar sem skólastarf og áherslur eru kynntar. Á leikskólastigi er foreldrafundur kl.18.00 í sal Stapahallar, þar sem leikskólastigið er staðsett. Í lok hans kl.19.00 er aðalfundur foreldrafélagsins. Við hvetjum foreldra til að fjölmenna og kynnast skólastarfi Stapaskóla ásamt því að hitta aðra foreldra og útvíkka tengslanetið.
Lesa meira

Foreldradagur og skertur nemendadagur á grunnskólastigi

Miðvikudaginn 5. október er foreldradagur á grunnskólastigi. Nemendur mæta í skólann frá kl.8.30 - 10.00. Frístundaheimilið opnar þá fyrir þá nemendur sem er skráðir þar. Foreldrafundur er kl.11.00 í öllum tvenndum þar sem skólastarf og áherslur eru kynntar. Á leikskólastigi er foreldrafundur kl.18.00 í sal Stapahallar, þar sem leikskólastigið er staðsett. Í lok hans kl.19.00 er aðalfundur foreldrafélagsins. Við hvetjum foreldra til að fjölmenna og kynnast skólastarfi Stapaskóla ásamt því að hitta aðra foreldra og útvíkka tengslanetið.
Lesa meira

Starfsdagur föstudaginn 23. september

Föstudaginn 23. september er starfsdagur á grunn- og leikskólastigi. Það er því enginn skóli hjá nemendum og frístundaheimilið er lokað. Við sjáumst svo hress og kát mánudaginn 26. september. Friday the 23rd of September is a teachers work day at both the preschool and primary school level. The school and the after-school program are therefore closed for students. See you on Monday the 26th of September.
Lesa meira

Gróðursetning með 3. bekk

Stapaskóli fékk úthlutað úr Yrkjusjóði í annað sinn núna í haust. Yrkjusjóður er sjóður æskunnar til ræktunar á landinu okkar. Markmið sjóðsins er að efla kynningu á mikilvægi skógræktar og ræktun almennt og ala þannig upp ræktendur framtíðarinnar. 3. Bekkur fór mánudaginn 12. september af stað til að gróðursetja þær plöntur sem skólanum var úthlutað í ár. Árgangurinn hitti Kristján Bjarnason sem kom og kenndi hópnum handtökin við gróðursetningu. Saman setti hópurinn niður 120 plöntur. Að vera úti í náttúrunni og fá að grafa, skoða, snerta er upplifun og skemmtu nemendur sér konunglega við iðjuna. Ljóst er að í hópnum eru framtíðarræktendur.
Lesa meira

Pysjur í heimsókn

Mánudaginn 19. september fengu nemendur í Stapaskóla sérstaka gesti. Emelíana og Elísabet María, nemendur í 3. bekk og Adríana nemandi á Mánasteini komu með pysjur í skólann. Pysjur eru Lundar á barnsaldri og algengt er að hjálpa þurfi ungunum í átt að sjó þar sem þeir geta sinnt eigin fæðuöflun og komist norður á leið. Nemendur fengu örfræðslu um pysjur og litu þær augum. Að fá slíkt tækifæri er mikilvægt og þökkum við nemendunum sem komu með pysjurnar ásamt Þóru Fríðu Åberg Ólafsdóttur, móður Emelíönu og Adríönu.
Lesa meira

Skólaslit - Upplestur rithöfundar

Miðvikudaginn 14. september sl. kom Ævar Þór Benediktsson, rithöfundur, í heimsókn til okkar í Stapaskóla og las fyrir nemendur í 5. – 7. bekk upp úr bók sinni Skólaslit. Skólaslit er hugarfóstur rithöfundar og kennsluráðgjafa á Reykjanesi og var unnin í samstarfi við kennara og nemendur í október á síðasta ári. Hvern dag í október var birtur, spennandi og hrollvekjandi, kafli úr sögunni og fylgdust nemendur með af athygli. Nú í byrjun september var sagan svo gefin út í veglegri bók sem myndskreytt er af Ara Hlyn Guðmundssyni Yates. Nemendur hlustuðu af athygli á upplestur Ævars og fengu svo tækifæri til að spyrja rithöfund ýmissa spurninga. Þá kynnti Ævar fyrir nemendum Skólaslit 2: Dauð viðvörun en ákveðið hefur verið að halda áfram með þetta verkefni nú í október þar sem nýr kafli sögunnar birtist á hverjum virkum degi. Í lok heimsóknar færði Ævar Stapaskóla nokkur eintök af bókinni að gjöf og miðað við áhuga verða þau öll komin í útlán af bókasafninu fyrir lok vikunnar. Ævar þakkaði nemendum fyrir að hlusta af athygli, sýna prúðmennsku og spyrja skemmtilegra og áhugaverðra spurninga.
Lesa meira

Friðarhlaupið

Miðvikudaginn 7. september tóku nemendur Stapaskóla þátt í Friðarhlaupinu. Friðarhlaupið er alþjóðlegt kyndilboðhlaup. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli. Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum byggðarlaga í yfir hundrað löndum.
Lesa meira