Heilsu- og forvarnarvika Stapaskóla 3.–7. október 2022

Vikuna 3 .- 7. október 2022 fór fram heilsu- og forvarnarvika í Stapaskóla. Nemendaráð skólans var með útileiki í frímínútum með nemendum skólans alla dagana og vakti það mikla gleði meðal nemenda. Nemendur í 7.–10. bekk fengu flott erindi frá þeim Ingileif og Maríu um hinseginleikann. Á föstudeginum skelltu nemendur og starfsfólk skólans í gönguferð um hverfið okkar.

Starfsfólk og kennarar skólans fengu hugleiðslu með möntru sem Palla aðstoðarskólastjóri stjórnaði. Á fimmtudagskvöldið var kennurum og starfsfólki boðið á erindi með henni Önnu Lóu ,,ertu leiðtogi í eigin lífi”.

Frábær heilsu- og forvarnarvika hjá Stapaskóla

Heilsu- og forvarnarvika Stapaskóla