- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Nemendur 8. og 10. bekkjar heimsóttu starfsgreinakynningu Suðurnesja í gærmorgun.
Starfsgreinakynningin er árlegur viðburður haldin af Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Kynningin hefur vaxið með hverju árinu sem er virkilega ánægjulegt en í ár gátu nemendur kynnt sér yfir 130 ólíkar starfsgreinar. Á meðal starfsgreina voru hjúkrunarfræðingur, bæjarstjóri, lögregla, líffræðingur, flugmaður, flugþjónn, flugvirki. Básarnir voru fjölbreyttir og áhugaverð sýnishorn á hverju horni. Samhliða heimsókninni leystu nemendur verkefni frá náms- og starfsráðgjafa.
Öflug starfsfræðsla er nemendum mikilvæg og við erum ánægð með hvað nemendur okkar voru áhugasöm og dugleg að spyrja spurninga.