28.11.2022
Í haust bauðst nemendum í 5. og 6. bekk að taka þátt í þróunarverkefni á vegum Náttúruminjasafns Íslands. Verkefnið ber nafnið List og lífbreytileiki og hlaut það styrk frá Barnamenningarsjóði Íslands. Umsjónarmenn verkefnisins eru þær Helga og Ragnhildur, safnkennarar Náttúruminjasafns Íslands. Alls eru 8 skólar víðsvegar af landinu sem koma að þessu verkefni og þykir okkur heiður að vera partur af þeim flotta hópi.
Lesa meira
22.11.2022
Fimmtudaginn 24. nóvember er starfsdagur á grunnskólastigi. Það er því enginn skóli hjá nemendum og frístundaheimilið er lokað. Við sjáumst svo hress og kát föstudaginn 25. nóvember.
Thursday the 24th of November is a teachers work day at the primary school level. The school and the after-school program are therefore closed for students. See you back on Friday the 25th of November.
Lesa meira
21.11.2022
Nokkra mánudaga í nóvember koma kennaranemar úr Listaháskóla Íslands (LHÍ) í Stapaskóla og kenna smiðju í 9. og 10. bekk. Nemarnir eru á námskeiði um heimspekilega samræðu sem kennd er af Ingimari Waage lektor við LHÍ og Brynhildi Sigurðardóttur kennara á unglingastigi Stapaskóla.
Lesa meira
16.11.2022
Lubbi er íslenskur fjárhundur. Hann er duglegur við að gelta og þá heyrist ,,voff-voff-voff“. Lubba langar mikið að læra að tala en þá vandast málið því þá þarf hann að læra öll íslensku málhljóðin. Krakkarnir í leikskólanum ætla að hjálpa Lubba að læra íslensku málhljóðin með söng og ýmsum öðrum æfingum.
Því er það viðeigandi að afmælisdagurinn hans Lubba er í dag, 16. nóvember á degi íslenskrar tungu. Af því tilefni var haldið upp afmælið hans í leikskólanum þar sem Lubbi fékk afmæliskórónu og afmælissöng og svo var boðið upp á saltstangir.
Lesa meira
11.11.2022
Þemadagar voru haldnir í Stapaskóla 9.-11. nóvember sem endaði með glæsilegri þemasýningu hjá grunnskólastigi. Þemað að þessu sinni var “Allt um heilsuna”. Nemendur á yngra og miðstigi, 1. til 6. bekk, unnu að fjölbreyttum verkefnum sem snéru að heilsu og hugarfrelsi. Í 7.-10. bekk var unnið með heilastöðvarnar þar sem farið var yfir hvernig helstu stöðvarnar vinna og hvernig við getum unnið okkur úr festuhugarfari yfir í vaxandi hugarfar. Nemendur á leikskólastigi tóku að sjálfsögðu þátt í þemadögunum. Var þeim skipt upp í hópa sem fór svo á milli stöðva. Allar stöðvarnar snéru að vináttu, heilsu og hugarfrelsi. Nemendurnir fóru t.d. í vettvangsferðir, útileiki og jóga þar sem voru gerðar öndunaræfingar, teygjur og endað á hugleiðslu.
Lesa meira
11.11.2022
Þemadagar voru haldnir í Stapaskóla dagana 9. – 11. nóvember. Þemað í ár var Allt um heilsuna og ákváðum við að láta gott af okkur leiða með því að taka þátt í verkefninu Jól í skókassa. Hópur nemenda á unglingastigi hélt utan um verkefnið ásamt Heiðu umsjónarkennara í 10. bekk og komu nemendur með hluti til að setja í kassana að heiman. Þátttaka var vonum framar og voru útbúnir 108 skókassar sem munu gleðja börn í Úkraínu þessi jól. Þökkum við foreldrum og velunnurum skólans fyrir sín framlög í verkefnið en þetta verður árlegur viðburður hér í skólanum þannig að við munum næsta haust byrja snemma að safna skókössum :)
Lesa meira
02.11.2022
Lubbastundir byggjast á bókinni Lubbi finnur málbein, íslensku málhljóðin sýnd og sungin sem er eftir þær Eyrúnu Ísfold Gísladóttur og Þóru Másdóttur.
Lubbi er íslenskur fjárhundur. Hann er duglegur við að gelta og þá heyrist ,,voff-voff-voff“. Lubba langar mikið að læra að tala en þá vandast málið því þá þarf hann að læra öll íslensku málhljóðin. Krakkarnir ætla að hjálpa Lubba að læra íslensku málhljóðin með söng og ýmsum öðrum æfingum.
Lesa meira
26.10.2022
Nemendur í 2.bekk hafa síðastliðnar vikur verið að vinna með þemað hafið á fjölbreyttan hátt. Unnið hefur verið með samþættingu allra námsgreina þannig að hafið hefur átt hug þeirra allan í gegnum skóladaginn á ýmsan hátt.
Lesa meira
20.10.2022
Mánudaginn 24. október er vetrarfrí í skólanum á báðum skólastigum og skólinn því lokaður. Frístundaheimilið er einnig lokað.
Þriðjudaginn 25. október er vetrarfrí á grunnskólastigi og starfsdagur á leikskólastigi. Skólinn og frístundaheimilið er því lokað nemendum þann dag einnig.
Lesa meira