- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Nemendur okkar, í 1.-4. bekk ásamt tveimur elstu deildunum á leikskólanum, voru svo heppin að fá að gjöf endurskinsmerki frá Slysavarnadeildinni Dagbjörg. Við þökkum kærlega fyrir þessa mikilvægu gjöf!
Nú þegar farið er að dimma er mjög mikilvægt að passa að börnin okkar sjáist vel í umferðinni. Mikilvægt er að við öll notum endurskinsmerki eða endurskinsvesti þegar við erum í umferðinni. Í myrkri sjást óvarðir vegfarendur (gangandi/hjólandi) illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða og er notkun endurskinsmerkja þess vegna nauðsynleg.
Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og er best að hafa þau á eftirfarandi stöðum:
Þá virkar endurskin eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Því fyrr og betur sem ökumenn greina óvarða vegfarendur þeim mun minni líkur eru á að slys verði. Það er staðreynd að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og því getur notkun endurskinsmerkja skilið milli lífs og dauða. (Samgöngustofa)
Verum sýnileg og örugg í umferðinni!