Foreldrakvöld leikskólastigs Stapaskóla

Foreldrakvöld var haldið í vikunni á leikskólastigi Stapaskóla og var það mjög vel sótt. Þar fór Pálína Hildur aðstoðarskólastjóri yfir helstu áherslur í starfi leikskólans. Að því loknu fóru foreldrar inn á deild sinna barna og fengu að skoða námsefnið betur þar.

Sjóræningjaskip sem var byggt úr einingakubbum af börnum á Óskasteini vakti mikla hrifningu og sumir hræddust skrímslin á Mánasteini sem börnin þar hafa verið að vinna út frá könnunaraðferðinni. En það voru fleiri sem komu við sögu á þessu kynningarkvöldi og má þar helst nefna Bínu bálreiðu og Lubba, sem er íslenskur fjárhundur sem langar að læra að tala íslensku.

Í lok foreldrakvöldsins var aðalfundur foreldrafélagsins en í félaginu eru foreldrar eða forráðamenn nemenda í skólanum. Markmið félagsins eru að vinna að velferð nemenda, efla hag skólans og koma á sem bestu sambandi milli skólans og heimila nemenda. Félagið gengst fyrir ýmsum viðburðum fyrir foreldra og börn. Félagið hefur einnig fært skólanum gjafir sem koma sér vel fyrir börnin. Félagið sendir út gíróseðla til foreldra.

Á fundinum var kosin ný stjórn fyrir skólaárið 2022-23:

  • Aleksandra Rybak
  • Annarósa Ósk Magnúsdóttir
  • Erna Aðalheiður Karlsdóttir
  • Inga Sif Ingimundardóttir
  • Sandra Júlíana Karlsdóttir

 

Hér má sjá fleiri myndir frá kvöldinu: Foreldrakvöld leikskólastigs 5. október 2022