Fréttir

Julefrokost á unglingastigi

Miðvikudaginn 14. desember hófst dagurinn í 7.– 10. bekk á kósýstund með foreldrum, nemendum og starfsmönnum. Nemendur komu með veitingar á hlaðborð og kennarar buðu upp á djús og kaffi með. Allir áttu saman notalega stund á sal skólans undir jólatónlist og var frábært hvað margir aðstandendur nemenda gátu komið og notið stundarinnar með okkur.
Lesa meira

SOS barnaþorpin - 3. og 6. bekkur

Nú í desember hafa nemendur í 3. og 6. bekk tekið höndum saman og safnað pening fyrir SOS Barnaþorpin í stað þess að gefa jólagjafir sín á milli á litlu jólunum. Nemendur hafa verið að fylgjast með jóladagatali SOS í desember þar sem fjallað er um starfsemi SOS barnaþorpanna og einnig réttindi barna í barnasáttmálanum. Nemendur söfnuðu 102.500 kr. sem munu nýtast mjög vel í verkefni SOS barnaþorpanna í Malaví. Rakel Lind, fjármála- og fjáröflunarstjóri SOS barnaþorpanna kom í heimsókn og spjallaði við nemendur í dag, 12. desember, að lokum tók hún svo við styrknum frá nemendum. Við erum afar stolt af hugulsemi og hjartahlýju nemendanna sem er í anda jólanna. Gjafmildi og gleði er sko ríkjandi hér í Stapaskóla.
Lesa meira

Heitt kakó og piparkökur

Skapast hefur sú hefð hjá okkur á aðventunni að vera með notalega stund þar sem nemendum er boðið upp á heitt kakó með rjóma og piparkökur. Stjórnendur fóru í morgun í allar bekkjartvenndir og buðu upp á kakó og piparkökur. Nemendur á leikskólastigi fengu einnig í samverustundinni sinni í morgun. Vakti þetta mikla lukku hjá nemendum og við hlökkum til að eiga þessa stund með þeim að ári.
Lesa meira

Stapavaka unglingastigs 2022

Nemendur á unglingastigi Stapaskóla hafa í nóvember unnið hörðum höndum að hinni árlegu Stapavöku. Verkefnið er unnið í hópum eða einstaklingslega og er markmiðið að eflast í vísindalegum vinnubrögðum, miðlun upplýsinga og sjálfstæðum vinnubrögðum. Vakan er unnin sem vísindavaka og fengu nemendur tækifæri á að vinna æfingarverkefni til að tengjast betur því sem kæmi þar á eftir. Að því loknu var farið af stað og hönnuð tilraun með það að leiðarljósi að geta útskýrt skýrt og greinilega niðurstöður tilraunar í formi töflu, myndrits eða skífurits. Áhersla ársins var einmitt niðurstöður og skipti því miklu máli að vanda frásögn sína og upplýsingagjöfina alla.
Lesa meira

Uppskeruhátíð Stapavöku

Á morgun 2. desember er komið að að uppskeruhátið í Stapavöku og eru foreldrar boðnir hjartanlega velkominir á milli kl.10:10 - 12:00. Stapavaka er vísindavaka og er nú haldin í annað skipti hjá okkur í skólanum. Nemendur í 7. – 10. bekk taka þátt og keppast við að hanna tilraun, framkvæma hana, taka upp upplýsingar og setja upp plakat með því sem þeir lærðu. Í ár er áhersla á niðurstöður og munu nemendur setja fram niðurstöður í munnlegu formi ásamt því að sýna töflur, myndrit eða annað sem við á. Síðustu tvær vikur hafa nemendur verið á fullu að leggja lokahönd á verkefnið sitt með því að taka upp myndband, skrifa skýrslu og úrbúa plakat fyrir sýninguna. Það hefur verið spennandi að fylgjast með verkefnavinnu þeirra í þessu þema og hlökkum við mikið til að sjá lokaafurð þeirra. Við vonumst til þess að sem flestir sjái sér fært að kíkja í heimsókn á morgun og skoða þessa frábæru vinnu sem hefur verið í gangi hjá börnunum ykkar.
Lesa meira

Piparkökukaffi á leikskólastigi

Á morgun föstudag 2. desember kl.14.30 bjóða nemendur leikskólastigs foreldrum/forráðamönnum í piparkökur og kaffisopa. Nemendur hafa verið í óðaönn að baka piparkökur og skreyta skólann sinn. Við hlökkum mikið til að taka á móti gestum í notalega stund.
Lesa meira

List og lífbreytileiki í 5. og 6. bekk

Í haust bauðst nemendum í 5. og 6. bekk að taka þátt í þróunarverkefni á vegum Náttúruminjasafns Íslands. Verkefnið ber nafnið List og lífbreytileiki og hlaut það styrk frá Barnamenningarsjóði Íslands. Umsjónarmenn verkefnisins eru þær Helga og Ragnhildur, safnkennarar Náttúruminjasafns Íslands. Alls eru 8 skólar víðsvegar af landinu sem koma að þessu verkefni og þykir okkur heiður að vera partur af þeim flotta hópi.
Lesa meira

Starfsdagur fimmtudaginn 24. nóvember - Grunnskólastig

Fimmtudaginn 24. nóvember er starfsdagur á grunnskólastigi. Það er því enginn skóli hjá nemendum og frístundaheimilið er lokað. Við sjáumst svo hress og kát föstudaginn 25. nóvember. Thursday the 24th of November is a teachers work day at the primary school level. The school and the after-school program are therefore closed for students. See you back on Friday the 25th of November.
Lesa meira

Listaháskólanemar kenna smiðju

Nokkra mánudaga í nóvember koma kennaranemar úr Listaháskóla Íslands (LHÍ) í Stapaskóla og kenna smiðju í 9. og 10. bekk. Nemarnir eru á námskeiði um heimspekilega samræðu sem kennd er af Ingimari Waage lektor við LHÍ og Brynhildi Sigurðardóttur kennara á unglingastigi Stapaskóla.
Lesa meira

Lubbi 5 ára

Lubbi er íslenskur fjárhundur. Hann er duglegur við að gelta og þá heyrist ,,voff-voff-voff“. Lubba langar mikið að læra að tala en þá vandast málið því þá þarf hann að læra öll íslensku málhljóðin. Krakkarnir í leikskólanum ætla að hjálpa Lubba að læra íslensku málhljóðin með söng og ýmsum öðrum æfingum. Því er það viðeigandi að afmælisdagurinn hans Lubba er í dag, 16. nóvember á degi íslenskrar tungu. Af því tilefni var haldið upp afmælið hans í leikskólanum þar sem Lubbi fékk afmæliskórónu og afmælissöng og svo var boðið upp á saltstangir.
Lesa meira