Fréttir

Ágústráðstefna Samtaka áhugafólks um skólaþróun haldin í Stapaskóla

Föstudaginn 12. ágúst var haldin 350 manna ráðstefna Samtaka áhugafólks um skólaþróun hér í Stapaskóla. Þema ráðstefnunnar var að þessu sinni "Með gleðina að leiðarljósi: Kennarar sem leiðtogar og brautryðjendur í skapandi starfi". Hér komu fram kennarar af öllu landinu og kynntu þróunarverkefni sín þar þeir hafa farið inn á nýjar brautir eða "út fyrir rammann". Til gamans má segja frá að eitt af erindum á sal var frá fulltrúum unglingateymis skólans en þær fluttu erindið Samþætting og sköpun í framsæknu skólaumhverfi. Eftir erindi á sal völdu ráðstefnugestir sér málstofur vítt og breytt um skólann. Ein af málstofum var úr okkar smiðjutvennd, en það var hann Haukur hönnunar- og smíðakennari með erindi um nýsköpun og stafræna hönnun. Ráðstefnustjóri var Helgi Arnarson fræðslustjóri. Ráðstefnan heppnaðist vel og var skemmtileg frumraun í notkun á skólahúsnæði okkar.
Lesa meira

Leikskólastarf hefst mánudaginn 8. ágúst

Skólastarf leikskólastigs hefst mánudaginn 8. ágúst kl. 10. Börn fædd 2020 byrja í þátttökuaðlögun á Völusteini þriðjudaginn 9. ágúst kl 9:00. Hlökkum til að sjá ykkur hress og kát eftir sumarleyfi.
Lesa meira

Sumarfrístund hefst þriðjudaginn 9. ágúst

Þann 9. ágúst hefst sumarfrístund fyrir þá nemendur sem fara í 1. og 2. bekk haustið 2022. Starfsemin er frá kl. 9.00 - 15.00 alla virka fram að skólasetningu. Börnin fá hádegismat og síðdegisnesti en taka með nesti til að borða fyrir hádegi. Starfsemin fer fram í stofum 1. og 2. bekkjar. Nánari dagskrá verður send út eftir helgi.
Lesa meira

Eflum enn frekar skapandi skólastarf!

Við erum afar stolt af skólastarfi Stapaskóla og þeirri grósku og krafti sem einkennir starfsmannahópinn. Í ár veitti Reykjanesbær styrki úr Nýsköpunar- og þróunarsjóði til tuttugu verkefna. Af þeim fékk Stapaskóli styrki til sjö verkefna. Þau eru: • Þrívíddarkennsla Tinkercad • App fyrir íþróttakennara Reykjanesbæjar • Hugarfrelsi • Læsi fyrir lífið • Málebra – námsefnisvefur í málfræði og algebru • Stapakastið • Leikur að starfi – borðspil Ásamt þessum styrkjum hlaut Haukur Hilmarsson hönnunar- og smíðakennari styrk frá Þróunarsjóði námsgagnasjóð fyrir heimasíðugerð smiðjukennslu í Stapaskóla að upphæð kr.2.000.000. Við hlökkum til að auðga skólastarf í Stapaskóla með vellíðan að leiðarljósi fyrir nemendur og starfsfólk.
Lesa meira

Sumarfrí í Stapaskóla

Skrifstofa Stapaskóla er lokuð frá 4. júlí til og með 2. ágúst. Starfsmenn Stapaskóla óska nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og þakkir fyrir samstarfið á skólaárinu. Leikskólastigið opnar mánudaginn 8. ágúst kl.10.00. Sumarfrístund fyrir nemendur í 1. og 2. bekk opnar þriðjudaginn 9. ágúst kl.9.00.
Lesa meira

Skólaslit haldin hátíðleg á sal skólans!

Skólaslit voru haldin hátíðlega á sal skólans í fyrsta sinn í sögu Stapaskóla. Síðast liðin skólaslit hafa verið haldin í takmörkunum vegna heimsfaraldurs. Þetta var því einstaklega hátíðleg og indæl stund.
Lesa meira

Óskilamunir

Töluvert magn af óskilamunum liggur nú frammi í aðal anddyri skólans. Um er að ræða fatnað, skóbúnað, yfirhafnir, skólatöskur, íþróttatöskur, brúsa, nestisbox og sitthvað fleira. Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að koma við, á milli kl. 09:00 og 14:00, og fara í gegnum óskilamunina og athuga hvort að þarna leynist eitthvað sem tilheyrir ykkar barni. Miðvikudaginn 29. júní verður farið með ósótta muni í fatasöfnun Rauða krossins.
Lesa meira